Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson er 58 ára gömul, en hún virðist eldast afturábak og lítur stórkostlega út. Fyrirsætan hugsar vel um heilsuna, jafnt andlega og líkamlega, en hún deildi nýverið heilsu- og fegurðarleyndarmálum sínum sem veita henni unglegan ljóma og innri ró.
Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson er 58 ára gömul, en hún virðist eldast afturábak og lítur stórkostlega út. Fyrirsætan hugsar vel um heilsuna, jafnt andlega og líkamlega, en hún deildi nýverið heilsu- og fegurðarleyndarmálum sínum sem veita henni unglegan ljóma og innri ró.
Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson er 58 ára gömul, en hún virðist eldast afturábak og lítur stórkostlega út. Fyrirsætan hugsar vel um heilsuna, jafnt andlega og líkamlega, en hún deildi nýverið heilsu- og fegurðarleyndarmálum sínum sem veita henni unglegan ljóma og innri ró.
Macpherson gerir öndunaræfingar og stundar hugleiðslu á hverjum degi. „Ég hugleiði alla morgna í um það bil 25 mínútur, annað hvort með leiðsögn eða í þögn,“ sagði hún í viðtali við Body and Soul. Þá segist hún hafa mikla trú á heilun og fer reglulega í nálastungur, til kírópraktors og í hljóðheilun svo eitthvað sé nefnt.
Macpherson trúir því að vellíðan komi innan frá og leggur því mikla áherslu á heilbrigt mataræði. Hún reynir að fá nauðsynleg vítamín og steinefni úr ávöxtum og grænmeti, en henni þykir gott að drekka hreina ávaxta- og grænmetissafa. Vatn spilar einnig mikilvægan þátt í rútínu hennar, enda byrjar hún alla daga á því að fá sér vatn með smá súraldinsafa út í.
Fyrirsætan þurrburstar líkamann allt að þrisvar í viku, en hún segir það örva blóðrásina og vera gott fyrir sogæðakerfið. Þar að auki skrúbbi það húðina og skilji hana eftir silkimjúka. Húðrútína Macpherson er ekki ódýr, en á andlitið notar hún aðallega vörur frá Dr. Barbara Sturm. Fram kemur á vef Daily Mail að vörurnar sem hún notar daglega kosti um 1.400 Bandaríkjadali, eða tæplega 200 þúsund krónur.
Þegar kemur að hreyfingu leggur Macpherson áherslu á að hafa hana fjölbreytta. Henni þykir best að byrja daginn á hreyfingu og æfir oftast klukkan 6:30 á morgnanna. Hún stundar jóga, hjólar, syndir í sjónum, skokkar og gengur til skiptis.
Í lok dags fer fyrirsætan gjarnan í gufubað og kaldan pott til skiptis, en hún segir það efla ónæmiskerfið, endurstilla líkamann og stuðla að slökun fyrir svefninn. Að því loknu útbýr hún róandi te sem hjálpar henni að slaka á huga og líkama.