Birgir Þórarinsson alþingismaður átti fyrr í þessum mánuði fund með Haqqani, ráðherra málefna flóttamanna í ríkisstjórn talíbana í Afganistan, fyrstur erlendra stjórnmálamanna til að hitta þarlend stjórnvöld frá því að talíbanar komust til valda.
Birgir Þórarinsson alþingismaður átti fyrr í þessum mánuði fund með Haqqani, ráðherra málefna flóttamanna í ríkisstjórn talíbana í Afganistan, fyrstur erlendra stjórnmálamanna til að hitta þarlend stjórnvöld frá því að talíbanar komust til valda.
Birgir Þórarinsson alþingismaður átti fyrr í þessum mánuði fund með Haqqani, ráðherra málefna flóttamanna í ríkisstjórn talíbana í Afganistan, fyrstur erlendra stjórnmálamanna til að hitta þarlend stjórnvöld frá því að talíbanar komust til valda.
Birgir er í flóttamannanefnd Evrópuráðsins og var falið að skrifa skýrslu um stöðu afganskra flóttamanna og gera tillögu um hvernig bregðast ætti við stöðunni í Afganistan og flóttamannastraumnum þaðan.
Birgir ræddi m.a. flóttamannavandann, ástandið í landinu, alþjóðlega aðstoð, menntun stúlkna og stöðu kvenna við fulltrúa talíbanastjórnarinnar. Hann hitti fulltrúa afganskra kvenna og kristnar fjölskyldur sem búa við miklar ofsóknir í Afganistan og heimsótti barnaspítala.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.