Hamborgarhryggur með appelsínu- og möndlugljáa

Uppskriftir | 17. desember 2022

Hamborgarhryggur með appelsínu- og möndlugljáa

„Hamborgarhryggur er á veisluborði margra landsmanna yfir hátíðirnar. Hann er algjör klassík en svo er gaman að prófa mismunandi gljáa og meðlæti með honum. Hér var ég að prófa appelsínukeim í gljáanum og möndluflögur yfir allan hrygginn og það kom ótrúlega vel út,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessan dýrindis hamborgarhrygg sem ætti að kitla bragðlaukana. 

Hamborgarhryggur með appelsínu- og möndlugljáa

Uppskriftir | 17. desember 2022

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Hamborgarhryggur er á veisluborði margra landsmanna yfir hátíðirnar. Hann er algjör klassík en svo er gaman að prófa mismunandi gljáa og meðlæti með honum. Hér var ég að prófa appelsínukeim í gljáanum og möndluflögur yfir allan hrygginn og það kom ótrúlega vel út,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessan dýrindis hamborgarhrygg sem ætti að kitla bragðlaukana. 

„Hamborgarhryggur er á veisluborði margra landsmanna yfir hátíðirnar. Hann er algjör klassík en svo er gaman að prófa mismunandi gljáa og meðlæti með honum. Hér var ég að prófa appelsínukeim í gljáanum og möndluflögur yfir allan hrygginn og það kom ótrúlega vel út,“ segir Berglind Hreiðars á Gotteri.is um þessan dýrindis hamborgarhrygg sem ætti að kitla bragðlaukana. 

Hamborgarhryggur með appelsínu- og möndlugljáa

Fyrir um 6 manns

Hamborgarhryggur eldun

  • Um 3 kg Ali hamborgarhryggur
  • 1 l vatn
  • 180 ml appelsínusafi
  • 200 g púðursykur
  • 1 msk. dijon sinnep
  • 120 g hunang
  • 70 g möndluflögur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa gljáann með því að hita saman appelsínusafa, púðursykur, sinnep og hunang þar til sykurinn er uppleystur.
  2. Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C.
  3. Setjið hamborgarhrygginn á ofngrind, penslið 1 x með gljáanum (geymið 3 msk. fyrir sósuna og síðan restina til að pensla á hrygginn á meðan á eldun stendur).
  4. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðjan og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið 1-2 x á hrygginn á meðan hann er í ofninum á þessum tíma. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló.
  5. Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann á ofninum í 200°C.
  6. Blandið möndluflögunum nú saman við restina af gljáanum, setjið yfir hrygginn og eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og takið hrygginn þá út og hvílið í að minnsta kosti 15 mínútur áður en þið skerið í sneiðar.

Sveppasósa uppskrift

  • 250 g sveppir
  • 40 g smjör
  • 170 ml vatn
  • 500 ml rjómi
  • 2 msk. kjötkraftur
  • 3 msk. gljái
  • 50 ml rauðvín
  • Salt, pipar, hvítlauksduft og cheyenne pipar
  • Maizenamjöl

Aðferð:

  1. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri og kryddið eftir smekk.
  2. Steikið þar til þeir mýkjast og bætið þá vatni, rjóma, krafti og gljáa á pönnuna, hitið að suðu og lækkið síðan vel niður hitann og leyfið sósunni að malla á meðan hryggurinn er í ofninum.
  3. Smakkið til og bætið krafti/kryddum við eftir smekk og í lokin má þykkja sósuna með Maizenamjöli og bæta rauðvíninu saman við.

Brúnaðar kartöflur

  • 1 kg forsoðnar kartöflur
  • 200 g sykur
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Sigtið allan vökva frá kartöflunum og hitið sykurinn á pönnu.
  2. Hristið pönnuna reglulega og þegar sykurinn fer að bráðna má bæta smjörinu saman við, lækka hitann og hella kartöflunum á pönnuna.
  3. Veltið kartöflunum upp úr sykurbráðinni með sleikju/sleif og leyfið þeim að malla þar til þær eru heitar í gegn.

Mandarínusalat

  • 3 lúkur spínat
  • 3 lúkur klettasalat
  • ½ pera
  • 1 mandarína
  • ½ granatepli
  • 40 g pekanhnetur
  • Fetaostur

Aðferð:

  1. Skerið niður peruna, losið mandarínuna í sundur, náið fræjunum úr granateplinu og saxið hneturnar smátt.
  2. Blandið öllu saman í skál og setjið fetaost saman við eftir smekk.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is