Ein mest spennandi verslun landsins er án efa EIRIKSSON-búðin sem er að finna í einu horni hins vinsæla veitingastaðar EIRIKSSON Brasserie. Þar er að finna alls kyns kræsingar og góðgæti fyrir matgæðinga.
Ein mest spennandi verslun landsins er án efa EIRIKSSON-búðin sem er að finna í einu horni hins vinsæla veitingastaðar EIRIKSSON Brasserie. Þar er að finna alls kyns kræsingar og góðgæti fyrir matgæðinga.
Ein mest spennandi verslun landsins er án efa EIRIKSSON-búðin sem er að finna í einu horni hins vinsæla veitingastaðar EIRIKSSON Brasserie. Þar er að finna alls kyns kræsingar og góðgæti fyrir matgæðinga.
Að sögn Söru Daggar Ólafsdóttur, annars eiganda staðarins, er búðin sérstaklega vinsæl fyrir jólin enda margt ákaflega spennandi þar að finna.
„Okkur finnst trufflur rosalega góðar og þær eru í mörgum réttum hjá okkur. Það var því tilvalið að prófa að gera trufflusíld fyrir jólin sem tókst afar vel og hefur slegið í gegn,“ segir Sara og bætir því við að fullkomið sé að bera síldina fram með linsoðnu eggi, ferskum trufflum og trufflumajonesi.
„Majonesið er einnig selt í búðinni svo þá vantar bara brauð, rúgbrauð og egg og þú ert kominn með allt sem þarf. Við kaupum síldina ferska og bætum við trufflum, eplum, kryddi og allskonar gúmmelaði, en við fáum trufflur, truffluolíu og trufflusmjör vikulega sent frá Toscana.“
Graflaxinn góði frá Holtinu
Hr. EIRIKSSON, eða Eiríkur Ingi, var á Holtinu í nokkra áratugi og liggur á leyniuppskrift að graflaxinum og graflaxsósunni en margir tala um að þetta sé allra besti graflaxinn. Laxinn er marineraður úr sérstöku kryddi sem hann flytur inn og svo er graflaxsósan hans með þeim betri.
Meiri trufflur
„Truffluosturinn hefur verið á matseðlinum lengi og verið borinn fram heitur með súrdeigsbrauði. Margir koma aftur og aftur og panta hann hjá okkur. Þetta er fylltur Brie með sveppum, hvítu súkkulaði, trufflum og Calvados, fullkomin í matarboðið,“ segir Sara og ljóst að aðdáendur ítalskar matargerðar mega til með að stoppa í versluninni fyrir jólin.
„Allt sem við seljum er heimagert og má ekki gleyma rósmarínkexinu og heimalöguðu sultunum sem bragðast afar vel með hreindýrapaté, “grísa rillet” og ostunum. Hægt er að kíkja við og tína í pokann eða panta sérstaka poka sem boðið er upp www.brasserie.is,“ segir Sara að lokum.