Þessi réttur er frá Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem kokkurinn Gísli Matt vinnur mikið með íslenskar villtar jurtir, réttinn má finna í bókinni hans Slippurinn.
Þessi réttur er frá Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem kokkurinn Gísli Matt vinnur mikið með íslenskar villtar jurtir, réttinn má finna í bókinni hans Slippurinn.
Þessi réttur er frá Slippnum í Vestmannaeyjum þar sem kokkurinn Gísli Matt vinnur mikið með íslenskar villtar jurtir, réttinn má finna í bókinni hans Slippurinn.
Grafið lamb með villtu íslensku blóðbergi er eitthvað svo íslenskt, ferskt og gott. Blóðberg hefur margslunginn ilm og bragð, lyktin minnir á lavender, er svo sætt eins og hunang en hefur líka ákveðið bragð og skerpu sem passar svo vel með íslensku lambakjöti.
Hér borið fram sem carpaccio með fleiri spennandi hráefnum. Hér er lagt til að nota geitaost, Mauk úr ætifíflum (Jerusalem Artichoke), flögum úr svartrót og jurtum að eigin vali. Grafið lamb má geyma í frysti í nokkra mánuði, og rétturinn hentar líka vel á veisluborðið borinn fram á stærri bökkum.
Grafið lamb
Ætifíflamauk
Borið fram
Grafið lamb
Hreinsið ftu og sinar af vöðvunum, blandið öllu hinu saman og setjið blönduna yfir og undir lambið í bakka, lokið vel og látið liggja í kæli í 1 ½ – 2 daga. Takið úr bakkanum og hreinsið kryddið af og þerrið. Setjið á grind í kæli og látið þorna í 2 daga. Pakkið létt í plastbakka, eða poka og frystið. Skerið frosið í þunnar sneiðar, hver skammtur á að vera um 60 gr.
Ætifíflamauk
Hreinsið og skerið ætifíflana þunnt, brúnið í pönnu með olíunni þar til fara að taka lit, bætið helmingi smjörsins við og brúnið áfram þar til hefur tekið góðan lit. Hellið rjómanum saman við, sjóðið þar til ætifíflarnir eru mjúkir. Færið í matvinnsluvél og maukið, bætið smjöri og ediki við og smakkið til með salti og pipar. Borið fram
Setjið lambasneiðar á diskana, bætið geitaosti og ætifíflamauki við í smáum bitum og doppum og skreytið loks með jurtum. Prentaðu þessa uppskrift