Eurovision-stjarna á Hótel Grímsborgum

Eurovision | 19. desember 2022

Eurovision-stjarna á Hótel Grímsborgum

Jørgen Olsen annar Olsen-bræðranna sem unnu Eurovision-keppnina eftirminnilega með laginu Fly on the Wings of Love árið 2000 verður með afmælistónleika á Hótel Grímsborgum.

Eurovision-stjarna á Hótel Grímsborgum

Eurovision | 19. desember 2022

Það verður rómantísk Eurovision-stemning um bóndadagshelgina á Hótel Grímsborgum.
Það verður rómantísk Eurovision-stemning um bóndadagshelgina á Hótel Grímsborgum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jørgen Olsen annar Olsen-bræðranna sem unnu Eurovision-keppnina eftirminnilega með laginu Fly on the Wings of Love árið 2000 verður með afmælistónleika á Hótel Grímsborgum.

Jørgen Olsen annar Olsen-bræðranna sem unnu Eurovision-keppnina eftirminnilega með laginu Fly on the Wings of Love árið 2000 verður með afmælistónleika á Hótel Grímsborgum.

Tónleikarnir munu samanstanda af stærstu smellum þeirra Olsen-bræðra, þar með talið auðvitað fræga Eurovision-sigurlagið sem flutt var í Stokkhólmi árið 2000, Fly on the Wings of Love.

Ásamt því munu þeir samanstanda af heimsfrægum smellum sem allir þekkja, lög af disknum Brothers to Brother sem inniheldur lög eftir tónlistarmenn eins og Bee Gees, Beach Boys, Everly Brothers og Bellamy Brothers svo að nokkrir séu nefndir. Á milli laga mun Jørgen Olsen slá á létta strengi.

Tónleikarnir verða bóndadagshelgina, föstudagskvöldið 20. janúar og laugardagskvöldið 21. janúar 2023. Húsið opnar kl. 18.00 og fyrir tónleikana er boðið upp á þriggja rétta kvöldverð. Að auki verður í boði að kaupa gistingu með morgunverði á tilboði.

Hótel Grímsborgir er glæsilegt fimm stjörnu hótel við Sogið í Grímsnesi. Eigendur og gestgjafar Hótel Grímsborga eru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir og búa þau yfir áratugalangri reynslu í hótel- og veitingageiranum þar sem þau ráku meðal annars Broadway og Hótel Ísland.

Nánari upplýsingar er að finna á tix.is og vefsíðu Hótel Grímsborga

mbl.is