Til er það matreiðslutrix sem leikmennirnir eiga til að gleyma. Þjálfaðir fagmenn eru hins vegar með þetta á hreinu enda er þetta eitt allra dýrmætasta vopnið í verkfærakistu hvers matreiðslumanns - bókstaflega.
Til er það matreiðslutrix sem leikmennirnir eiga til að gleyma. Þjálfaðir fagmenn eru hins vegar með þetta á hreinu enda er þetta eitt allra dýrmætasta vopnið í verkfærakistu hvers matreiðslumanns - bókstaflega.
Til er það matreiðslutrix sem leikmennirnir eiga til að gleyma. Þjálfaðir fagmenn eru hins vegar með þetta á hreinu enda er þetta eitt allra dýrmætasta vopnið í verkfærakistu hvers matreiðslumanns - bókstaflega.
Við erum að sjálfsögðu að tala um mikilvægi þess að nota góða hnífa og að þeir séu vel brýndir. Flestir matreiðslumenn eiga sinn eigin brýni sem þeir skerpa reglulega á hnífunum með en reglulega er gott að fara með hnífana í sérstaka brýningu til að ná þeim 100%.
Það er fyrirtækið Beittir hnífar sem býður upp á slíka þjónustu en fyrir áhugasama er gaman að fara í gegnum Facebook síðu þeirra og sjá myndir sem teknar eru fyrir og eftir brýningu.
Einnig er hægt að laga hnífa sem skemmst hafa og er magnað að sjá hvernig hægt er að bjarga hnífum sem margir hefðu talið af.
Að sögn Hafþórs Óskarssonar er misjafnt hversu oft þarf að brýna hnífa. „Það fer eftir notkun hverju sinni, ég er að brýna fyrir fagmenn og veisluþjónustur og þeir vilja láta brýna sína hnífa á tveggja mánaða fresti. Fyrir heimili ætti að duga tvisvar á ári með því að stála reglulega á milli.“
Hafþór segir jafnframt að það breyti afar miklu að vinna með beittan hníf. „Það er alltaf öruggara og skemmtilegra að vinna með beittum hníf, það er meiri hætta að skera sig á bitlausum hnífum þar sem það þarf meira átak til að skera og saxa og þannig gerast slysin.“
Sjálfur segist Hafþór mest nota þrjár gerðir hnífa þegar hann er spurður að því hvernig hnífum hann mæli með fyrir fólk.
„Ég nota mest þrjá hnífa; það er kokkanífur, úrbeiningarhnífur og lítinn grænmetishníf með þessa þrjá hnífa þá gerir þú flest allt sem þú þarft að gera. Ef fólk vill fá sér gæða hnífa á góðu verði þá mæli ég með þessari línu frá GS Import. Það gott stál í þeim og þeir halda biti mjög vel þeir koma í flottum viðarkassa og það fylgir tréslíður til að vernda hnífsblaðið.“
Hvernig er best að halda bitinu á hníf?
„Númer eitt er að setja aldrei hníf í uppþvottavél það hefur mjög slæm áhrif á bitið og viðurinn í skaftinu bólnar út og skemmist, ekki skera á hörðum fleti svo sem granít brettum ávallt skal nota viðar og plast bretti síða er gott að geyma hnífa í plast slíðrum ef geymdir eru í skúffu þá eru þeir ekki að hristast til þegar verið er að opna og loka skúffunni, mæli mest með að nota hnífastanda eða veggsegla til að geyma hnífana.“
Hvernig geta viðskiptavinir haft samband við þig (ertu með verslun eða versktæði)?
„Best er að hringja eða senda sms í síma 844-1963 svo er hægt að senda póst á beittirhnifar@simnet.is svo erum við á Facebook og Instagram.“