Þegar notagildið þjónar margs konar tilgangi, þá gleðjumst við. Og það á við um þessi nýju flottu ilmkerti sem eru í raun espressobollar – hannaðir af IHANNA HOME.
Þegar notagildið þjónar margs konar tilgangi, þá gleðjumst við. Og það á við um þessi nýju flottu ilmkerti sem eru í raun espressobollar – hannaðir af IHANNA HOME.
Þegar notagildið þjónar margs konar tilgangi, þá gleðjumst við. Og það á við um þessi nýju flottu ilmkerti sem eru í raun espressobollar – hannaðir af IHANNA HOME.
Við styðjum íslenska hönnun alla leið enda margir flottir listamenn sem við eigum hér á landi. Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir er hönnuðurinn á bak við IHANNA HOME og hefur í áranna rás fært okkur ýmsar vörur til heimilisins sem gleðja augað. Nýjasta viðbótin í vörulínuna eru ilmkerti sem koma fjögur saman í pakka og eru í raun espressóbollar. Ilmkertin hafa verið fáanleg í stærri glösum sem henta fullkomlega undir kaffi, blóm eða annað sem manni dettur í hug – og koma kertin með fjórum mismunandi ilmum og grafík á glösunum sjálfum.
Önnur nýjung eru viskastykki er kallast FJARA og ÖLDUR og eru í stíl við ilmkertin, og því fullkomin jólagjöf saman ef þið spyrjið okkur. Viskastykkin koma í bleiku og dökkgráu/ljósbláu og eru úr 100% bómull. Grafíkin í stykkjunum er ofin en ekki prentuð sem þýðir að gæðin eru upp á tíu – fyrir utan hvað þau halda sér vel og eru einstaklega rakadræg.
Fleiri nýjungar fyrir þessi jólin eru dagatalakerti, teppið VÖFFLUR sem kemur í tveimur litum og síðast en ekki síst sængurverin SKYRTA og SAILOR – en sængurverin koma meðal annars í tvöfaldri stærð og sem extra langar, eða stærðir sem hefur vantað í úrvalið hér á landi.