Dýrindis sveppasteik með geggjuðu meðlæti

Uppskriftir | 22. desember 2022

Dýrindis sveppasteik með geggjuðu meðlæti

Dýrindis sveppasteik með geggjuðu meðlæti

Dýrindis sveppasteik með geggjuðu meðlæti

Uppskriftir | 22. desember 2022

Kristinn Magnússon

Dýrindis sveppasteik með geggjuðu meðlæti

Dýrindis sveppasteik með geggjuðu meðlæti

Sveppa-Wellington

  • Eldað eftir leiðbeiningum á pakka.

Sveppasósa – vegan

  • 250 g sveppir
  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1-2 greinar timian
  • 250 ml vatn
  • 350 ml vegan rjómi
  • 100 g vegan rjómaostur
  • 1 msk. sveppakraftur
  • hreint maizenamjöl hrært í vatn til að þykkja.

Aðferð:

  1. Sveppirnir skornir í sneiðar, hvítlaukurinn skorinn smátt og
  2. timianið pillað af greininni.
  3. Byrjað er að steikja sveppina og timianið, en þegar það er
  4. nánast tilbúið er hvítlauknum bætt út á.
  5. Þá er vatninu bætt út í sem og sveppakraftinum.
  6. Látið sjóða niður um rúmlega helming. Þá er rjómanum
  7. bætt við og hitað að suðu og að lokum er rjómaostinum
  8. hrært saman við.
  9. Þá er maizena og vatn hrist saman og hellt varlega út í
  10. sósuna meðan hrært er í henni, þar til passleg þykkt hefur
  11. náðst.
  12. Að lokum er sósan smökkuð til með salti og pipar.

Grænkálssalat

  • 250 g grænkál
  • Grænkálssalatsósa (sjá uppskrift)
  • granatepli
  • epli
  • pekanhnetur
  • sýrt fennel

Aðferð:

  1. Grænkálið er slitið af stilkunum og salatsósunni hellt yfir.
  2. Grænkálið er nuddað vel upp úr dressingunni í fáeinar
    mínútur. Þetta mýkir grænkálið upp.
  3. Síðan er smátt skornum eplum, granateplakjörnunum,
    pekanhnetum og sýrða fennelinu blandað saman við salatið.

Sýrt fennel

  • 2 fennelhausar
  • 1,5 dl sykur
  • 1,5 dl eplaedik
  • 1,5 dl vatn
  • 3 anísstjörnur

Aðferð:

  1. Skorið er neðan af fennelinu og það skorið örþunnt. Best
  2. er að nota mandólín til verksins.
  3. Þá eru sykur, eplaedik, vatn og anísstjörnur sett í pott og
  4. hitað að suðu.
  5. Hellt yfir þunnt skorið fennelið. Geymt í lokuðu íláti.

Salatsósan

  • 1 dl góð olía
  • 3 msk. eplaedik
  • 2 msk. hlynsýróp
  • 1 ½ msk. balsamedik
  • 2 tsk. dijonsinnep
  • 1 stór hvítlauksgeiri

Afðerð:

  1. Hvítlaukurinn rifinn eða kraminn með
    hvítlaukspressu í skál.
    Öllu öðru blandað saman við. Smakkað til
    með salti.

 

Kristinn Magnússon
mbl.is