Eftirrétturinn sem allir elska

Uppskriftir | 22. desember 2022

Eftirrétturinn sem allir elska

Hér erum við með dýrindis eftirrétt úr smiðju Beglindar Hreiðars á Gotteri.is sem ætti að hitta í mark á hverju heimili. Brownie stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en sérrírjóminn tekur efirréttinn upp á næsta stig og stráir yfir hann hátíðlegum lekkerheitum. Ferskir ávextinir toppa síðan samsetninguna og úr verður sáraeinfaldur eftirréttur sem allri elska!

Eftirrétturinn sem allir elska

Uppskriftir | 22. desember 2022

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með dýrindis eftirrétt úr smiðju Beglindar Hreiðars á Gotteri.is sem ætti að hitta í mark á hverju heimili. Brownie stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en sérrírjóminn tekur efirréttinn upp á næsta stig og stráir yfir hann hátíðlegum lekkerheitum. Ferskir ávextinir toppa síðan samsetninguna og úr verður sáraeinfaldur eftirréttur sem allri elska!

Hér erum við með dýrindis eftirrétt úr smiðju Beglindar Hreiðars á Gotteri.is sem ætti að hitta í mark á hverju heimili. Brownie stendur auðvitað alltaf fyrir sínu en sérrírjóminn tekur efirréttinn upp á næsta stig og stráir yfir hann hátíðlegum lekkerheitum. Ferskir ávextinir toppa síðan samsetninguna og úr verður sáraeinfaldur eftirréttur sem allri elska!

Brownie með sérrírjóma og berjum

Brownie-kaka

  • 1 pakki Royal-búðingur með súkkulaði (duftið)
  • 70 g hveiti
  • ½ tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 120 g brætt smjör
  • 130 g púðursykur
  • 2 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 80 g súkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Klæðið um 20 cm smelluform að innan með bökunarpappír og úðið það með matarolíuúða.
  3. Hrærið búðingsdufti, hveiti, matarsóda og salti saman í hrærivélarskálinni.
  4. Þeytið næst brætt smjör, púðursykur, egg og vanilludropa saman í annarri skál og blandið rólega saman við þurrefnin. Skafið niður á milli og hrærið aðeins stutta stund.
  5. Að lokum má vefja súkkulaðidropunum saman við með sleikju og hella í formið.
  6. Bakið síðan í 22-25 mínútur og leyfið kökunni að kólna til fulls áður en þið setjið rjóma og ber ofan á hana.

Sérrírjómi og skraut

  • 250 ml rjómi
  • 1 msk. sérrí
  • 2 msk. flórsykur
  • Jarðarber
  • Hindber
  • Brómber

Aðferð:

  1. Setjið rjóma, sérrí og flórsykur í hrærivélarskálina og þeytið þar til rjóminn er stífur. Smyrjið sérrírjómanum yfir kökuna og raðið berjum þar ofan á.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is