Ístertan sem olli uppþoti og yfirliði

Uppskriftir | 22. desember 2022

Ístertan sem olli uppþoti og yfirliði

Hér er engu logið! Við erum að tala um ístertu (og við elskum ístertur) sem var svo fáránlega góð að við bókstaflega féllum í yfirlið - rétt áður en við vorum með talsverð læti sem skilgreinast sem uppþot.
Það er meistari María Gomez á Paz.is sem gerði þessa dýrindi ístertu að okkar beiðni fyrir Hátíðarmatarblaðið okkar og þar sem María kann ekki að klikka þá var útkoman hreint stórbrotin.

Ístertan sem olli uppþoti og yfirliði

Uppskriftir | 22. desember 2022

Ljósmynd/María Gomez

Hér er engu logið! Við erum að tala um ístertu (og við elskum ístertur) sem var svo fáránlega góð að við bókstaflega féllum í yfirlið - rétt áður en við vorum með talsverð læti sem skilgreinast sem uppþot.
Það er meistari María Gomez á Paz.is sem gerði þessa dýrindi ístertu að okkar beiðni fyrir Hátíðarmatarblaðið okkar og þar sem María kann ekki að klikka þá var útkoman hreint stórbrotin.

Hér er engu logið! Við erum að tala um ístertu (og við elskum ístertur) sem var svo fáránlega góð að við bókstaflega féllum í yfirlið - rétt áður en við vorum með talsverð læti sem skilgreinast sem uppþot.
Það er meistari María Gomez á Paz.is sem gerði þessa dýrindi ístertu að okkar beiðni fyrir Hátíðarmatarblaðið okkar og þar sem María kann ekki að klikka þá var útkoman hreint stórbrotin.

Piparmyntuís með ferskri myntu og Brownie deig botni

Ísinn 

  • 1 dós (397 g) af niðursoðinni mjólk eða Condenced milk (fæst í Hagkaup og víðar)
  • 500 ml rjómi
  • 30 g fersk mynta
  • 1 dl vatn
  • 1 msk. sykur
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. piparmyntudropar
  • 100 g Rapunzel súkkulaði með karamellufyllingu
  • 100 g Rapunzel súkkulaði með piparmyntufyllingu

Brownie kökudeigsbotn

  • 110 g mjúkt smjör
  • 115 g sykur
  • 100 g púðursykur
  • 35 g kakó
  • 2 msk. mjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 165 g bakað hveiti (sjá í aðferð)
  • ½ tsk. fínt borðsalt
  • 100 g Rapunzel súkkulaði með piparmyntufyllingu

Aðferð

Ísinn

  1. Byrjið á að setja 1 dl af soðnu vatni og 1 msk af sykri yfir 30 gr af myntulafum í skál en týnið laufin af stilknum fyrst. Gott er að gera þetta jafnvel kvöldinu áður og láta standa í kælir yfir nótt en ekki láta liggja styttra í bleiti en 30 mínútur
  2. Byrjið svo á að gera ísinn með þvi að þeyta rjómann
  3. Blandið svo vanilludropum og piparmyntudropum saman við niðursoðnu mjólkna og hrærið vel, ef þið viljið setja smá grænan matarlit er gott að setja hann einnig saman við niðursoðnu mjólkina
  4. Takið þá myntuna og setjið í blandara ásamt vatninu og maukið þar til verður alveg að vökva nánast, setjið þá í fínt sigti og þrýstið vökvanum í gegn og leyfið sem mest af korginum að fara með gegnum sigtið og hendið svo restinni af korginum. Blandið sigtaða myntuvatninu saman við niðursoðnu mjólkina og hrærið vel saman
  5. Þegar rjóminn er þeyttur bætið honum þá saman við niðursoðnu mjólkina í þrennu lagi og hrærið varlega á milli með sleikju þar til rjóminn og mjólkinn er vel blandað saman.
  6. Bætið þá smátt skornu Rapunzel súkkulaðinu saman við ísblönduna og hrærið varlega saman með sleikju
  7. Hellið svo í mót og frystið yfir nótt eða lágmark 8 klst

Brownie kökubotn

  1. Hitið ofninn á 175 C°blástur og bakið hveitið í 10 mín á bökunarplötu með bökunarpappír á.
  2. Takið hveitið svo út og kælið alveg en með því að baka hveitið er óhætt að borða hrátt deigið
  3. Á meðan hveitið bakast hrærið þá saman mjúkt smjör, sykri og púðursykri í hrærivél þar til verður ljóst og vel blandað saman
  4. Bætið næst kakó út í og hrærið áfram
  5. Næst eru vanilludropar og mjólk sett saman við og hrært ögn áfram
  6. Hrærið saman kældu hveitinu og salti og bætið út í deigið og hrærið þar til allt er vel blandað samaní klístrað deig
  7. Skerið svo Rapunzel fyllta myntusúkkulaðið niður og bætið saman við og hrærið ögn í vélinni
  8. Þjappið svo deiginu í form sem er jafn stórt ísforminu og geymið í kælir
  9. Gott er að taka brownie deigið út eins og 20 mínútum áður en á að setja ísinn á það svo það mýkjist
  10. Þegar ísinn er tilbúin hvolfið honum þá yfir browniedeigið og berið fram

 

Ljósmynd/María Gomez
mbl.is