Ístertan sem toppar flest!

Uppskriftir | 22. desember 2022

Ístertan sem toppar flest!

Hér erum við með ístertu sem er hreint æðisleg. Flest elskum við tiramisu en þegar búið er að splæsa saman uppáhaldi þjóarinnar; ís og svo uppáhalds eftirrétti ítala, þá getur útkoman ekki verið annað en stórkostleg.

Ístertan sem toppar flest!

Uppskriftir | 22. desember 2022

Ljósmynd/Linda Ben

Hér erum við með ístertu sem er hreint æðisleg. Flest elskum við tiramisu en þegar búið er að splæsa saman uppáhaldi þjóarinnar; ís og svo uppáhalds eftirrétti ítala, þá getur útkoman ekki verið annað en stórkostleg.

Hér erum við með ístertu sem er hreint æðisleg. Flest elskum við tiramisu en þegar búið er að splæsa saman uppáhaldi þjóarinnar; ís og svo uppáhalds eftirrétti ítala, þá getur útkoman ekki verið annað en stórkostleg.

Uppskriftin kemur úr smiðju Lindu Ben sem klikkar ekki fremur en fyrri daginn.

Tiramisu-ísterta

  • 200 g púðursykur
  • 6 eggjarauður
  • 500 ml rjómi frá Örnu
  • 250 g mascarpone-ostur
  • 1 pakki Ladyfinger-kexkökur
  • 1 dl sterkt kaffi
  • ½ msk. kakó

Aðferð:

  1. Leyfið mascarpone-ostinum að mýkjast með því að láta hann standa við stofuhita í klukkutíma fyrir notkun.
  2. Setjið púðursykur og eggjarauður í hrærivélaskál. Þeytið vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Gott er að taka þeytarann upp úr og sjá hvort deigið rennur af þeytaranum eins og borði (deigið samlagast ekki strax) en þá eru eggjarauðurnar tilbúnar.
  3. Takið aðra skál og þeytið rjómann í henni.
  4. Setjið Mascapone-ostinn í þriðju skálina. Hún þarf að vera nógu stór til að rúma allt deigið. Hrærið ostinn létt og setjið u.þ.b. 2 msk af eggjarauðublöndunni ofan í skálina, blandið saman varlega með sleikju. Setjið meira af eggjarauðublöndunni út í og blandið varlega saman. Endurtakið þar til öll eggjarauðublandan er komin saman við ostinn.
  5. Bætið loks rjómanum varlega saman við með með sleikju.
  6. Takið 23 cm smelluform og fjarlægið botninn úr því. Setjið smelluformshringinn á kökudisk sem kemst í frysti. Setjið Ladyfinger-kexkökur í botninn. Byrjið á því að raða kexinu þannig að það myndi X inni í hringnum og setjið svo fleiri kökur á botninn þar til komið er nokkuð þétt lag af kökum.
  7. Notið lítinn pensil til þess að pensla hverja kexköku með kaffi. Setjið fyrri helminginn af ísdeiginu þar yfir.
  8. Raðið þá ofan á öðru lagi af Ladyfinger-kexkökum. Penslið þær einnig með kaffi og bætið svo við síðari helmingnum af ísdeiginu. Sáldrið kakóinu yfir að lokum.
  9. Látið kökuna standa á borðinu í u.þ.b. 30 mín svo ísinn renni svolítið inn í kexið og setjið svo í frystinn.
  10. Geymið ístertuna í frystinum að lágmarki yfir nótt en hún geymist vel í frysti.
  11. Sáldrið kakó yfir áður en þið berið fram.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is