Jólin verða sannarlega óvenjuleg í ár hjá ruðningskappanum Tom Brady, en hann mun eyða aðfangadagskvöldinu einn uppi á hótelherbergi í fyrsta sinn þar sem hann þarf að mæta á völlinn á jóladag.
Jólin verða sannarlega óvenjuleg í ár hjá ruðningskappanum Tom Brady, en hann mun eyða aðfangadagskvöldinu einn uppi á hótelherbergi í fyrsta sinn þar sem hann þarf að mæta á völlinn á jóladag.
Jólin verða sannarlega óvenjuleg í ár hjá ruðningskappanum Tom Brady, en hann mun eyða aðfangadagskvöldinu einn uppi á hótelherbergi í fyrsta sinn þar sem hann þarf að mæta á völlinn á jóladag.
Í lok október skildu Brady og eiginkona hans til 13 ára, fyrirsætan Gisele Bündchen. Þau kynntust árið 2006, en Brady fór á skeljarnar í janúar 2009. Mánuði síðar gengu þau í það heilaga í glæsilegri athöfn í Kaliforníu.
Brady og Bündchen eiga tvö börn saman, 12 ára soninn Benjamin og 9 ára dótturina Vivian. Þá á Brady einnig 15 ára soninn Jack með fyrrverandi eiginkonu sinni, Kathryn Bridget Moynahan.
Í hlaðvarpi sínu Let's Go! segist Brady þurfa að læra hvernig hann eigi að takast á við það að eyða jólunum einn á hóteli en fara samt sem áður út á völlinn og vera atvinnumaður. „Þetta verður ný reynsla sem ég hef aldrei upplifað áður sem ég mun læra hvernig á að takast á við. Ég held að það sé það sem lífið snýst um,“ sagði Brady.
Þar sem Brady verður á vellinum á jóladag mun hann ekki hitta börnin sín fyrr en 26. desember. „Ég hlakka svo til að halda jólin með börnunum mínum daginn eftir, sem er, þú veist, bara hluti af því hvað fótboltatímabilið hefur verið í langan tíma,“ útskýrði hann.
Brady hefur sannarlega þurft að færa fórnir fyrir íþrótt sína, en talið er að skilnað þeirra Bündchen megi rekja ákvörðunar ruðningskappans um að snúa aftur á völlinn í NFL-deildinni. Hann gat ekki einbeitt sér að fjölskyldu sinni eins og ætlunin var og tók því ferilinn enn og aftur fram yfir fjölskylduna.