„Ég einsetti mér að gera allt sem ég gæti gert til þess að ljúka málinu og ég vona þetta sé farsæl lausn, af því að Erla stóð eftir, eftir allt sem á undan hafði gengið.“
„Ég einsetti mér að gera allt sem ég gæti gert til þess að ljúka málinu og ég vona þetta sé farsæl lausn, af því að Erla stóð eftir, eftir allt sem á undan hafði gengið.“
„Ég einsetti mér að gera allt sem ég gæti gert til þess að ljúka málinu og ég vona þetta sé farsæl lausn, af því að Erla stóð eftir, eftir allt sem á undan hafði gengið.“
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is, eftir að tilkynnt var að íslenska ríkið myndi greiða Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa haldið henni í gæsluvarðhaldi í 232 daga.
„Mér fannst mikilvægt að við viðurkenndum það að það væri í hæsta máta óeðlilegt og myndi aldrei viðgangast í dag að halda ungri konu í gæsluvarðhaldi í meira en 230 daga, fjarri ungu barni. Mér fannst mjög mikilvægt að við myndum viðurkenna það og biðjast afsökunar á því,“ segir Katrín.
„Ég gleðst ef þetta má verða til þess að ljúka þessum málum sem eru fordæmalaus og vonandi einstök í okkar sögu.“
Katrín segist hafa leitað sér ráðgjafar bæði hjá lögfræðingum forsætisráðuneytisins og Andra Árnasyni, settum ríkislögmanni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum frá upphafi.
„Í raun og veru byggjum við þessa ákvörðun bæði á því fordæmi sem er gefið í dómum sem hafa fallið hjá öðrum aðilum – sem sagt þeir dómar sem féllu eftir að lagafrumvarp fór í gegnum þingið – síðan má segja að ég beri ábyrgð á þeirri ákvörðun að lyfta fyrningunni og bæta henni þetta,“ segir hún.
„Í ljósi hversu málið er einstakt fannst mér mikilvægt, rétt og sanngjarnt að hennar hluta í þessu máli yrði lokið líka.“