Jólin eru áhugaverður tími fyrir margra hluta sakir. Árið er senn á enda og þeir sem hafa keyrt sig út á árinu og ekki hugað nóg að hvíldinni eiga það á hættu að finna fyrir mikilli og uppsafnaðri þreytu. Þá er mikill matur á boðstólum sem getur sett svip sinn á meltingarkerfið og svo ekki sé talað um vínið og eftirmála þess. Eins getur verið að fólk sé bara ekki jólabörn og vilji komast sem fyrst aftur í rútínuna góðu.
Jólin eru áhugaverður tími fyrir margra hluta sakir. Árið er senn á enda og þeir sem hafa keyrt sig út á árinu og ekki hugað nóg að hvíldinni eiga það á hættu að finna fyrir mikilli og uppsafnaðri þreytu. Þá er mikill matur á boðstólum sem getur sett svip sinn á meltingarkerfið og svo ekki sé talað um vínið og eftirmála þess. Eins getur verið að fólk sé bara ekki jólabörn og vilji komast sem fyrst aftur í rútínuna góðu.
Jólin eru áhugaverður tími fyrir margra hluta sakir. Árið er senn á enda og þeir sem hafa keyrt sig út á árinu og ekki hugað nóg að hvíldinni eiga það á hættu að finna fyrir mikilli og uppsafnaðri þreytu. Þá er mikill matur á boðstólum sem getur sett svip sinn á meltingarkerfið og svo ekki sé talað um vínið og eftirmála þess. Eins getur verið að fólk sé bara ekki jólabörn og vilji komast sem fyrst aftur í rútínuna góðu.
Hér koma því nokkur góð ráð til þess að þrauka jólin eða að minnsta kosti að lágmarka „skaðann“ og jafnvel njóta þeirra.
Reyndu að koma tveggja mínútna hreyfingu að þrisvar sinnum á hverjum degi á jólunum. Þetta gæti verið eins einfalt og að hlaupa á staðnum eða gera nokkrar hnébeygjur. Rannsóknir hafa sýnt að örlítil hreyfing sé betri en engin.
Ósaltaðar hnetur innihalda hollar fitursýrur sem efla andlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að sex til sjö valhnetur hafa merkjanleg áhrif á líðan fólks.
Ef þú þarft að vera við eldavélina allan daginn á jólunum þá skaltu vera í góðum skóm sem veita stuðning. Það reynir mikið á fæturna að standa á hörðu gólfi til langs tíma og inniskór eru ekki nógu góðir. Vandaðir strigaskór eru betri kostur. Um kvöldið skaltu svo fara í heitt fótabað með söltum og nudda feitu kremi á iljarnar.
Hætt er við að maður fari ekki út úr húsi á jólunum, sérstaklega ef það er snjóþungt eða hálka. Það getur hins vegar gert kraftaverk fyrir skapið að komast út og anda að sér fersku súrefni.
Stundum getur kvíði og streita látið á sér kræla í fjölskylduboðum. Vendu þig á að gera öndunaræfingar. Inn um nefið og út um munninn. Mundu samt að þér ber engin skylda til þess að setja þig í aðstæður sem láta þér líða illa. Andleg heilsa ofar öllu.
Það er ekki gaman að þurfa að byrja nýtt ár með nokkur aukakíló í farteskinu. Það stuðlar líka að betri hjartaheilsu.
Það er ómögulegt að keppa við glamúrmyndina sem allir láta frá sér á jólunum. Mundu að ekki er allt sem sýnist á samfélagsmiðlum. Skemmtu þér á þínum forsendum og sendu góða strauma út í alheiminn.
Ekki eiga allir maka eða börn og þurfa því að vera einir á jólunum. Það fer misjafnlega í fólk og því er gott að vitja þeirra á jólunum, annað hvort með heimsókn, símtali eða bara litlu jólakorti inn um lúguna. Ef þú ert einmana skaltu vera ófeiminn við að slá á þráðinn til vinar eða kunningja.
Ef þér finnst allt lenda á þér á jólunum þá skaltu reyna að deila byrðinni á fleiri fjölskyldumeðlimi. Láttu alla fá eitthvað verkefni svo að þú getir einnig notið jólanna.
Ef þú ert einn á jólunum þá skaltu forgangsraða svefn og líkamsrækt. Sinntu þínum áhugamálum og gerðu eins lítið af hversdagslegum skyldustörfum og þú nauðsynlega þarft. Ákveddu tíma til þess að hringja í vin og borðaðu matinn sem þér finnst bestur. Prófaðu kannski alveg glænýja uppskrift að einhverjum framandi rétt.