Skilur eftir sár sem munu aldrei gróa

Guðmundar- og Geirfinnsmál | 23. desember 2022

Skilur eftir sár sem munu aldrei gróa

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Guðmundar- og Geirfinnsmálið skilji eftir sár sem muni aldrei gróa. Engin einföld lausn hafi verið á málinu en því sé nú að ljúka hvað varðar aðkomu stjórnvalda.

Skilur eftir sár sem munu aldrei gróa

Guðmundar- og Geirfinnsmál | 23. desember 2022

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Guðmundar- og Geirfinnsmálið vera einstakt.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Guðmundar- og Geirfinnsmálið vera einstakt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Guðmundar- og Geirfinnsmálið skilji eftir sár sem muni aldrei gróa. Engin einföld lausn hafi verið á málinu en því sé nú að ljúka hvað varðar aðkomu stjórnvalda.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Guðmundar- og Geirfinnsmálið skilji eftir sár sem muni aldrei gróa. Engin einföld lausn hafi verið á málinu en því sé nú að ljúka hvað varðar aðkomu stjórnvalda.

„Ég held að bæði það sem hefur gerst áður í þessu máli, fyrri atvik, og þessi ákvörðun líka, miðast öll við það að við teljum að þetta mál sé einstakt,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.

Í gær var tilkynnt að Erla Bolladóttir fær greiddar 32 milljónir króna í miskabætur vegna gæslu­v­arðhalds sem hún sætti fyr­ir meinta aðild að hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar.

„Við teljum þetta ekki vera fordæmisgefandi því málið er einstakt sem slíkt, það sé ekki þekkt önnur sambærileg dæmi og eins vonumst við að ekkert slíkt endurtaki sig,“ segir Katrín.

Hún segir að bætur sem áður hafa verið greiddar í þessu máli hafi verið gríðarlega háar þannig að allt í þessu máli hafi í raun og veru verið fullkomlega einstakt.

Endalok máls Erlu

Í sam­komu­lag­i ríkisins við Erlu er skilyrði að hún lýs­i því yfir að hún muni ekki kæra úr­sk­urð End­urupp­töku­dóm­stóls í málinu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

„Í samtölum setts ríkislögmanns við hana kom fram að ég teldi mikilvægt að þetta væri lúkning málsins. Um það er samkomulag að þetta markar þá endalok þessa máls hennar,“ segir Katrín.

Í minn­is­blaði til forsætisráðherra frá frá skrif­stofu stjórn­skip­un­ar og stjórn­sýslu seg­ir að eðli­legt sé að skoða mál Sig­urðar Ótt­ars Hreins­son­ar ef sátt myndi nást við Erlu. Bæt­ur til hans myndu nema rúm­lega þrem­ur millj­ón­um króna ef sama reikniaðferð yrði lögð til grund­vall­ar og hjá Erlu.

„Já það verður gert og í þeim efnum erum við að tryggja jafna meðferð allra þeirra sem komu að þessu máli sem enn þá er jafn óleyst og það hefur alltaf verið,“ segir Katrín um mál Sigurðar.

Magnús Leópoldsson ósáttur

Magnús Leópoldsson, einn þeirra sem hnepptur var í gæsluvarðhald vegna rannsóknar Guðmundar- og Geirfinnsmálsins segir við RÚV að hann furði sig á ákvörðun forsætisráðherra, aðstandendur séu í sjokki.

„Málið er óleyst og skilur eftir sig sár hjá mörgum sem ég held að muni aldrei gróa. Hvað varðar aðkomu stjórnvalda teljum við að málinu sé lokið,“ segir Katrín.

„Ég held það muni líklega aldrei allir verða á eitt sáttir en ég held að stjórnvöld hafi gert sitt allra til að reyna að ljúka þessum málum að hálfu stjórnvalda.“

mbl.is