Dæmd í 33 ára fangelsi samanlagt

Valdarán í Mjanmar | 30. desember 2022

Dæmd í 33 ára fangelsi samanlagt

Aung San Suu Kyi, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi. Þar með hefur hún samtals verið dæmd í þriggja áratuga fangelsi.

Dæmd í 33 ára fangelsi samanlagt

Valdarán í Mjanmar | 30. desember 2022

Aung San Suu Kyi árið 2018.
Aung San Suu Kyi árið 2018. AFP

Aung San Suu Kyi, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi. Þar með hefur hún samtals verið dæmd í þriggja áratuga fangelsi.

Aung San Suu Kyi, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi. Þar með hefur hún samtals verið dæmd í þriggja áratuga fangelsi.

Síðan herinn í Mjanmar hrifsaði til sín völdin í fyrra, hefur Suu Kyi, sem er 77 ára, hlotið ýmsa dóma, þar á meðal fyrir spillingu og brot á sóttvarnareglum.

Hún hlaut í morgun sjö ára dóm eftir að hafa verið fundin sek í fimm ákæruliðum fyrir spillingu í máli sem tengist þyrlukaupum fyrir ráðherra.

Stuðningsmenn Suu Kyi kröfðust lausnar hennar í fyrra.
Stuðningsmenn Suu Kyi kröfðust lausnar hennar í fyrra. AFP

Samtals hefur Suu Kyi verið dæmd í 33 ára fangelsi í réttarhöldum sem hafa staðið yfir undanfarna 18 mánuði. Ýmis mannréttindasamtök segja réttarhöldin vera tilbúning.

Að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar er málarekstri gegn henni nú lokið og engar frekari ákærur á leiðinni.

mbl.is