Gangi ekki yfir almenning þegjandi og hljóðalaust

Vopnaburður lögreglunnar | 30. desember 2022

Gangi ekki yfir almenning þegjandi og hljóðalaust

Ekki er ráðlegt að auka vopnaburð lögreglunnar að mati Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnardóttur, þingmanns Pírata, sem segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að heimila lögreglu að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafvarnarvopn ekki koma á óvart.

Gangi ekki yfir almenning þegjandi og hljóðalaust

Vopnaburður lögreglunnar | 30. desember 2022

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir ákvörðun dómsmálaráðherra ekki …
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir ákvörðun dómsmálaráðherra ekki hafa komið á óvart. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er ráðlegt að auka vopnaburð lögreglunnar að mati Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnardóttur, þingmanns Pírata, sem segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að heimila lögreglu að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafvarnarvopn ekki koma á óvart.

Ekki er ráðlegt að auka vopnaburð lögreglunnar að mati Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnardóttur, þingmanns Pírata, sem segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að heimila lögreglu að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafvarnarvopn ekki koma á óvart.

„Þetta kemur ekki á óvart. Við vissum af því að hann hafði þetta í hyggju. En þetta eru samt auðvitað gríðarlega mikil vonbrigði,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Gjörbylting á starfi lögreglunnar

Arndís segir að það sem þurfi að gera sé að auka mannafla lögreglu og nota aðrar aðferðir til þess að tryggja öryggi lögreglu og borgara.

„Svo er það náttúrulega eins og við höfum lagt mikla áherslu á, og er algjör forsenda þess að auka valbeitingarheimild til lögreglu, að það verði sett á fót einhverskonar sjálfstætt eftirlit. Það er algjör forsenda þess og við tökum engin skref fyrr en það er komið í lag.“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arndís segir tímasetninguna undarlega þegar á sama tíma liggja fyrir Alþingi drög að frumvarpi um breytingu á lögreglulögum. Þykir henni það fráleitt að tekin sé ákvörðun um aukin vopnaburð lögreglunnar án þess að tekin sé umræða um það.

„Þetta er auðvitað gjörbylting á því hvernig okkar lögregla starfar. Þetta er eitthvað sem að sjálfsögðu á að taka lýðræðislega umræðu um áður en teknar eru slíkar ákvarðanir.“

Ráðherra nýtir sér ákveðna viðburði

Spurð hvort ákvörðun dómsmálaráðherra sé vegna aukins vopnaburðar í miðbænum telur hún frekar að ráðherrann sé að nýta sér ákveðna viðburði sem hafa orðið.

„Ég held frekar að dómsmálaráðherra sé nýta sér ákveðna viðburði. Því miður hafa ákveðnir aðilar verið að ala á ótta að ástæðulausu, að mínu mati.

Ég tel það frekar vera tilfellið, að dómsmálaráðherra sé að nýta sér þann ótta sem búið er að kynda undir í samfélaginu undanfarið, í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur.“

Að endingu segir Arndís að hún vilji taka umræðuna um þetta. „Við munum ekki láta þetta ganga yfir almenning þegjandi og hljóðalaust.“

Fréttir síðastliðin misseri hafa greint frá auknum vopnaburði í miðbæ …
Fréttir síðastliðin misseri hafa greint frá auknum vopnaburði í miðbæ Reykjavíkur og víðar. mbl.is/Ari
mbl.is