Svona gerir þú fullkomnar Hasselback-kartöflur

Uppskriftir | 30. desember 2022

Svona gerir þú fullkomnar Hasselback-kartöflur

Mögulega eitt besta meðlæti sem hægt er að bjóða upp á með góðri steik.

Svona gerir þú fullkomnar Hasselback-kartöflur

Uppskriftir | 30. desember 2022

Kristinn Magnússon

Mögulega eitt besta meðlæti sem hægt er að bjóða upp á með góðri steik.

Mögulega eitt besta meðlæti sem hægt er að bjóða upp á með góðri steik.

Hasselback-kartöflur

  • 4 bökunarkartöflur
  • 50 g smjör
  • 2 stk. hvítlauksgeirar
  • salt
  • timían

Aðferð:

  1. Kartöflurnar skolaðar og þerraðar.
  2. Síðan eru skornar djúpar, þunnar rifur í þær en passa þarf þó að skera ekki alveg í gegnum kartöfl- una svo að hún detti ekki í sundur.
  3. Smjör, hvítlaukur og timían sett í pott og brætt saman.
  4. Kartöflunum raðað í eldfast mót og smjörinu hellt yfir þær og ofan í rifurnar, síðan saltað vel yfir kart- öflurnar.
  5. Bakaðar á 180°C í 60 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn, gott er að taka þær út 1-2 á þess- um tíma og ausa smjöri yfir þær.
mbl.is