Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, kveðst fagna ákvörðun dómsmálaráðherra að heimila lögreglu að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafvarnarvopn. Ekki er búið að festa kaup á umræddum vopnum.
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, kveðst fagna ákvörðun dómsmálaráðherra að heimila lögreglu að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafvarnarvopn. Ekki er búið að festa kaup á umræddum vopnum.
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, kveðst fagna ákvörðun dómsmálaráðherra að heimila lögreglu að hefja undirbúning að því að taka í notkun rafvarnarvopn. Ekki er búið að festa kaup á umræddum vopnum.
„Ég fagna þessu, en ég og Landssamband lögreglumanna erum búin að vera að kalla eftir þessu lengi til að auka öryggi lögreglumanna og borgaranna.
Þannig að við höfum verið mjög samstíga ráðherra og ríkislögreglustjóra að kalla eftir þessum rafvarnarvopnum. Þannig að við fögnum þessu skrefi,“ segir hann í samtali við mbl.is.
Aðspurður segir hann að með rafvarnarvopni sé átt við rafbyssur. Ástæða þess að síðarnefnt hugtak sé notað segir Fjölnir;
„Við höfum kosið að kalla þetta ekki byssur af því að við lítum þannig á að þetta sé ekki síst til að verja lögreglumenn, að þetta sé einskonar sjálfsvarnarvopn. En auðvitað er þetta notað til að yfirbuga það fólk sem stendur ógn á.“
Fjölnir áréttar að rafvarnarvopn sé ekki skotvopn. Þar af leiðandi vill hann ekki kalla téð vopn byssu.
„Í valdbeitingarstiga er þetta sett á svipaðan stað og kylfa, en ég tel samkvæmt þeim skýrslum sem ég hef lesið og af samtali mínu við kollega mína í Norðurlöndum, að þetta skapi minni meiðsli heldur en kylfur.
Af því að þetta er rafstraumur sem berst í líkama í u.þ.b. þrjár sekúndur sem lamar árásarmanninn og á þeim tíma er tækifæri til að fara að viðkomandi og handjárna hann.“
Verklag lögreglunnar við beitingu slíks vopns verður með þeim hætti að vopnið verður borið við mjöðm lögreglumanns sem fengið hefur þjálfun við beitingu vopnsins. Námskeið verða haldin og munu lögreglumenn fá endurmenntun árlega.
„Við erum með valdbeitingarstiga þar sem röddin er fyrsta valdbeiting, næsta stigið er kylfa og efsta stigið er skotvopn.
Þannig lögreglumenn þurfa alltaf að fara eftir þessum valdbeitingarstiga, byrja lægst og þoka sig svo ofar þegar þeir ætla að yfirbuga einhvern. En það er enn óvíst hvar rafvarnarvopn eigi að vera í þeim stiga.“
Fjölnir bendir svo á að allir lögreglumenn séu komnir með búkmyndavélar.
„Það á eftir að setja reglugerð við beitingu rafvarnarvopns, en ég býst við því að það verði skylt að kveikja á búkmyndavél þegar það er notað.“