200 fm glamúríbúð Ingu Tinnu er engri lík

Heimilislíf | 3. janúar 2023

200 fm glamúríbúð Ingu Tinnu er engri lík

Inga Tinna Sigurðardóttir er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún festi kaup á íbúð í janúar í fyrra og gerði hana upp á mettíma. Þegar hún var heimsótt á dögunum var hún nýbúin að koma öll fyrir á sínum stað. Hengja upp myndir, setja upp gardínur og gera heimilið eins og hún vill hafa það.  

200 fm glamúríbúð Ingu Tinnu er engri lík

Heimilislíf | 3. janúar 2023

Inga Tinna Sigurðardóttir er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún festi kaup á íbúð í janúar í fyrra og gerði hana upp á mettíma. Þegar hún var heimsótt á dögunum var hún nýbúin að koma öll fyrir á sínum stað. Hengja upp myndir, setja upp gardínur og gera heimilið eins og hún vill hafa það.  

Inga Tinna Sigurðardóttir er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún festi kaup á íbúð í janúar í fyrra og gerði hana upp á mettíma. Þegar hún var heimsótt á dögunum var hún nýbúin að koma öll fyrir á sínum stað. Hengja upp myndir, setja upp gardínur og gera heimilið eins og hún vill hafa það.  

Hún hefur unun af því að gera fallegt í kringum sig og ef hún hefði ekki lært verkfræði hefði innanhússhönnun komið sterklega til greina. Hún rekur fyrirtækið Dineout ásamt bróður sínum og hafa þau verið að hasla sér völl í Danmörku með fyrirtækið. 

Íbúðin hennar Ingu Tinnu er 200 fm og á efstu hæð. Við íbúðina er verönd sem er stór og myndarleg með heitum potti. 

Dökkar innréttingar prýða íbúðina og gerði Inga Tinna margt til þess að gera heimilið vistlegra. Hún lét stækka öll hurðarop og bjó til palla til þess að brjóta upp stemninguna í íbúðinni. Eldhúsið er til dæmis á efsta pallinum og borðstofa og stofa á þeim næstneðsta. Restin er svo öll á sömu hæð. Stutt er í glamúrinn en á baðherberginu er hún með flísar frá Versace og í eldhúsinu eru bæði gullvaskur og gyllt blöndunartæki.

mbl.is