„Ég fékk þær fréttir að þetta hefði verið ippon, eða fullnaðarsigur, allt sem varðaði brottrekstur minn sem trúnaðarmanns var dæmt ólöglegt,“ segir Gabríel Benjamin, fyrrverandi starfsmaður og trúnaðarmaður Eflingar, í samtali við mbl.is í kjölfar dóms Félagsdóms í dag en VR stefndi Eflingu á haustdögum í kjölfar uppsagnar Gabríels í fyrravor.
„Ég fékk þær fréttir að þetta hefði verið ippon, eða fullnaðarsigur, allt sem varðaði brottrekstur minn sem trúnaðarmanns var dæmt ólöglegt,“ segir Gabríel Benjamin, fyrrverandi starfsmaður og trúnaðarmaður Eflingar, í samtali við mbl.is í kjölfar dóms Félagsdóms í dag en VR stefndi Eflingu á haustdögum í kjölfar uppsagnar Gabríels í fyrravor.
„Ég fékk þær fréttir að þetta hefði verið ippon, eða fullnaðarsigur, allt sem varðaði brottrekstur minn sem trúnaðarmanns var dæmt ólöglegt,“ segir Gabríel Benjamin, fyrrverandi starfsmaður og trúnaðarmaður Eflingar, í samtali við mbl.is í kjölfar dóms Félagsdóms í dag en VR stefndi Eflingu á haustdögum í kjölfar uppsagnar Gabríels í fyrravor.
Kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Eflingar á trúnaðarmanni VR 13. apríl 2022 hafi verið ólögmæt og brot gegn 11. grein laga um stéttarfélög og vinnudeildur. Þá hafi Efling brotið gegn ákvæðum í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins frá 2019 með því að meina Gabríel aðgang að starfsstöð félagsins, starfsaðstöðu trúnaðarmanns og þeim félagsmönnum VR á skrifstofu Eflingar hverra hagsmuna honum bar að gæta.
Kveðst Gabríel ekki hafa farið með málið fyrir dóm sjálfs sín vegna heldur vegna þess hve hættulegt fordæmi málið hefði skapað. „Þetta skapaði fordæmi þar sem lítil og millistór fyrirtæki gátu losað sig við óþægilegt fólk, hvort sem þar eru trúnaðarmenn eða fólk í barneignarleyfi, með því að kalla þetta skipulagsbreytingar,“ heldur hann áfram.
Þessu hafi Félagsdómur hafnað enda enginn þorað að segja upp trúnaðarmanni með þessum hætti að sögn Gabríels. „Við fáum hér staðfest að Sólveig Anna Jónsdóttir [formaður Eflingar] og stjórn hennar eru ekki hafin yfir lög. Mér hefði sem sagt átt að bjóðast starf, sama á hvaða ráðningarkjörum það hefði verið, og sömuleiðis hefði Efling brotið gegn mér með því að taka af mér lykla og henda mér út af skrifstofunni. Dómurinn fer nánar í það atvik sem átti sér stað 13. júní síðastliðinn,“ segir Gabríel Benjamin um dóm Félagsdóms í dag.