Eigum við að losa okkur við synina?

Theodor Francis Birgisson | 5. janúar 2023

Eigum við að losa okkur við synina?

Theo­dór Franc­is Birg­is­son fjöl­skyldu­fræðing­ur hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Nú svarar hann spurningu lesanda á sextugsaldri sem veltir því fyrir sér hvort hann eigi að kaupa minni íbúð. 

Eigum við að losa okkur við synina?

Theodor Francis Birgisson | 5. janúar 2023

Hjón á sextugsaldri velta fyrir sér hvort þau eigi að …
Hjón á sextugsaldri velta fyrir sér hvort þau eigi að losa sig við synina og kaupa sér minni íbúð.

Theo­dór Franc­is Birg­is­son fjöl­skyldu­fræðing­ur hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Nú svarar hann spurningu lesanda á sextugsaldri sem veltir því fyrir sér hvort hann eigi að kaupa minni íbúð. 

Theo­dór Franc­is Birg­is­son fjöl­skyldu­fræðing­ur hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Nú svarar hann spurningu lesanda á sextugsaldri sem veltir því fyrir sér hvort hann eigi að kaupa minni íbúð. 

Er með tvo syni heima sem eru komnir á þrítugsaldur, 25 og 27 ára. Sumir eru að ráðleggja okkur hjónum að losa okkur við þá og kaupa minni íbúð. En við vitum hvað leiga hér á höfuðborgarsvæðinu kostar. Erum hjón á sextugsaldri.

„Sæl og blessuð og takk fyrir þessa góðu spurningu sem ég fæ nokkuð reglulega í viðtölum hjá mér.

Það eina sem virkar fyrir alla er vatn og súrefni og í þessum málum. Það er ekki til eitt svar fyrir alla. Hér þarf að að skoða fleiri en eina hlið. Leiguverð er sannarlega allt of hátt í Reykjavík og það er mjög slæmt að unga fólkið okkar eigi margt hvert ekki möguleika á að komast í eigið húsnæði nema með hjálp foreldra. Það er sannarlega ekki gefið að allir foreldrar geti bætt slíkum útgjöldum við eigin rekstur og grunar mig að það sé í raun lág prósenta foreldra sem ráði við það.

Mér finnst mikilvægt í þessari jöfnu að skoða hvort drengirnir séu enn að mennta sig eða hvort þeir eru komnir í launuð störf. Ef þeir eru komnir í launuð störf þá ættu þeir að sjálfsögðu að leggja fjármuni til heimilisins, og án þess að vera neinn fjármálaráðgjafi þætti mér ekki ósanngjarnt að þriðjungur útborgaðra launa þeirra fari til ykkar, einn þriðji í sparnað fyrir útborgun í sína eigin eign – sem þeir gætu til dæmis keypt sér saman – og síðasti þriðjungurinn gæti þá farið í þeirra eigin framfærslu og neyslu. Þessi ráðstöfun myndi þá einnig gera ykkur lífið aðeins auðveldara fjárhagslega og því kæmi smá sárabót fyrir því að hafa strákana heima.

Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar …
Theodór Francis Birgisson er klinískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann starfar sem ráðgjafi hjá Lausninni.

Ef þeir eru enn að mennta sig er mikilvægt að til sé einhver áætlun um hvað þeir reikni með að búa lengi heima og ef tekjur þeirra eru litlar þætti mér eðlilegt að „leigan“ væri greidd í húsverkum. Þannig gæti ykkar líf orðið aðeins auðveldara og meira jafnvægi á heildarálagi á heimilið.

Kær kveðja,

Theo­dor Franc­is Birg­is­son.“

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theo­dor spurn­ingu HÉR.

mbl.is