Svona velur þú rétta ofninn

Eldhús | 8. janúar 2023

Svona velur þú rétta ofninn

Ofnar eru hjarta eldhússins og finnast þeir í mörgum útfærslum eins og við fáum að sjá hér. En allir hafa þeir eina og sama markmiðið er kemur að mat. 

Svona velur þú rétta ofninn

Eldhús | 8. janúar 2023

Hvernig ofn skyldi leynast í þessu eldhúsi?
Hvernig ofn skyldi leynast í þessu eldhúsi? mbl.is/Garde Hvalsoe

Ofnar eru hjarta eldhússins og finnast þeir í mörgum útfærslum eins og við fáum að sjá hér. En allir hafa þeir eina og sama markmiðið er kemur að mat. 

Ofnar eru hjarta eldhússins og finnast þeir í mörgum útfærslum eins og við fáum að sjá hér. En allir hafa þeir eina og sama markmiðið er kemur að mat. 

Rafmagnsofn
Hefðbundinn rafmagnsofn hitar að ofan og neðan, og því dreifist hitinn jafnt um ofninn. Slíkir ofnar eru frábærir þegar baka á smákökur, því þær verða stökkar og góðar. Hér er þó einungis hægt að nota eina bökunarplötu í einu - en hægt er að stilla ofninn á marga vegu (undirhita, grill, yfirhita o.s.frv.)

Blástursofn
Flestir ofnar í dag koma með blæstri, eða gefa þann möguleika á að baka margar plötur í ofninum í einu og spara þannig tíma og orku. Hér ber þó að stilla ofninn 20 gráðum minna en venjulega er gefið upp fyrir rafmagnsofn, þó að bökunartíminn sé sá sami. 

Gasofn
Í dag eru flest allir gasofnar með innbyggðu grilli efst, svo að hitinn dreifir sér jafnt um ofninn. En kosturinn við gasofn er að hann verður heitur á örskammri stundu. 

Örbylgjuofn
Örbylgjuofnar eru notaðir til að hita mat mjög hratt. Þú færð bestu virknina með því að setja matinn á flatt plastílát og hylja hann með loki. Hér má aldrei nota álpappír, því þá gæti kviknað í ofninum. Eins er póstulín og gler tilvalið til að hita upp mat. 

Gufuofn
Í gufuofnum er maturinn hitaður upp með gufu sem streymir um ofninn og umvefur matinn. Gufuofnar koma þó aldrei í stað venjulegra ofna, en gæti verið góður valkostur við örbylgjuofni sem er álíka stór um sig. Með því að gufa matinn, þá varðveitir þú bæði bragð og næringarefnin í matnum sjálfum. Ofninn er einnig tilvalinn til að baka brauð svo ekki sé meira sagt. 

mbl.is