Dagar NOMA taldir

Erlend veitingahús | 9. janúar 2023

Dagar NOMA taldir

Danski veitingastaðurinn NOMA, sem er hugarfóstur matreiðlsumannsins Renes Redepzis, greindi frá því í viðtali við The New York Times fyrr í dag að staðnum yrði lokað í árslok 2024.

Dagar NOMA taldir

Erlend veitingahús | 9. janúar 2023

Starfsfólk Noma.
Starfsfólk Noma. Ljósmynd/Instagram

Danski veitingastaðurinn NOMA, sem er hugarfóstur matreiðlsumannsins Renes Redepzis, greindi frá því í viðtali við The New York Times fyrr í dag að staðnum yrði lokað í árslok 2024.

Danski veitingastaðurinn NOMA, sem er hugarfóstur matreiðlsumannsins Renes Redepzis, greindi frá því í viðtali við The New York Times fyrr í dag að staðnum yrði lokað í árslok 2024.

Ástæðuna segir Redzepi að eldamennska á borð við þá sem NOMA býður upp á beri sig ekki í núverandi landslagi og þess í stað verði NOMA breytt í nokkurs konar matarrannsóknarstofu þar sem matur verði þróaður og hannaður fyrir neytendur og seldur á vefsíðu fyrirtækisins. Redzepi verður listrænn stjórnandi og veitingarýmið sjálft verður nýtt fyrir pop-up-viðburði þegar svo ber við.

Nú hafa matgæðingar, sem enn hafa ekki farið á NOMA, tæp tvö ár til þess að skrá sig í sögubækurnar því ljóst er að enginn sannur matgæðingur vill missa af því að borða þar áður en staðnum verður lokað.

mbl.is