Treg að viðurkenna breytt samfélag

Vopnaburður lögreglunnar | 9. janúar 2023

Treg að viðurkenna breytt samfélag

„Vopnað fólk, framleiðsla á fíkniefnum, alvarlegar líkamsárásir og áform um hryðjuverk. Þetta er oft sá veruleiki sem blasir við lögreglunni. Þessu er oft sagt frá og því kemur á óvart hve mikil tregða er meðal til dæmis ráðamanna og almennings við að meðtaka þessar staðreyndir og viðurkenna að svona sé samfélag okkar orðið,“ segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.

Treg að viðurkenna breytt samfélag

Vopnaburður lögreglunnar | 9. janúar 2023

Fjölnir Sæmundsson, formaður landssambands lögreglumanna.
Fjölnir Sæmundsson, formaður landssambands lögreglumanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Vopnað fólk, framleiðsla á fíkniefnum, alvarlegar líkamsárásir og áform um hryðjuverk. Þetta er oft sá veruleiki sem blasir við lögreglunni. Þessu er oft sagt frá og því kemur á óvart hve mikil tregða er meðal til dæmis ráðamanna og almennings við að meðtaka þessar staðreyndir og viðurkenna að svona sé samfélag okkar orðið,“ segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.

„Vopnað fólk, framleiðsla á fíkniefnum, alvarlegar líkamsárásir og áform um hryðjuverk. Þetta er oft sá veruleiki sem blasir við lögreglunni. Þessu er oft sagt frá og því kemur á óvart hve mikil tregða er meðal til dæmis ráðamanna og almennings við að meðtaka þessar staðreyndir og viðurkenna að svona sé samfélag okkar orðið,“ segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.

Ofbeldismál eru algeng

Viðhorfsbreytinga er þörf svo lögreglan fái meira svigrúm til þess að bregðast við veruleikanum. Þetta segir Fjölnir sem í þessu sambandi vísar meðal annars til svonefnds Bankastrætismáls sem upp kom í nóvember síðastliðnum.

Þá réðst flokkur glímuklæddra manna inn á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og stakk þrjá menn með hnífum. Árás þessi tengdist uppgjöri milli glæpagengja. Fleiri árásir og fíkniefnamál mætti í þessu sambandi tiltaka: tilvik þar sem lögregla hefur stigið inn af þunga og varað við þróun mála.

„Ofbeldis- og fíkniefnamál sem lögreglan kemur að eru algeng. Í slíkum verkefnum er fólkið sem lögreglan þekkir og þarf gjarnan að hafa afskipti af jafnvel auðveldast allra við að eiga. Veit sem er að þegar lögreglan mætir er tilgangslaust að streitast á móti. Harkan í þessum kima samfélagsins hefur aukist og þá verður að hafa í huga að lögreglan er í dag skipuð fremur ungu fólki með takmarkaða reynslu. Meðalaldur þeirra sem eru í almennu löggæslunni á höfuðborgarsvæðinu í dag er 27 ár og tími í starfi er að jafnaði þrjú ár. Af þessu hef ég áhyggjur.“

Ítarlegt viðtal við Fjölni má lesa í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is