Síðustu átta ár þau heitustu til þessa

Loftslagsvá | 10. janúar 2023

Síðustu átta ár þau heitustu til þessa

Síðustu átta ár eru þau heitustu á jörðinni til þessa, jafnvel þótt tekin séu með í reikninginn áhrif veðurfyrirbærisins La Nina frá árinu 2020 þar sem kuldi fylgir.

Síðustu átta ár þau heitustu til þessa

Loftslagsvá | 10. janúar 2023

Íbúar á gangi í héraðinu Balochistan í Pakistan í gær …
Íbúar á gangi í héraðinu Balochistan í Pakistan í gær þar sem mikil flóð urðu í fyrra. AFP/Fida Hussain

Síðustu átta ár eru þau heitustu á jörðinni til þessa, jafnvel þótt tekin séu með í reikninginn áhrif veðurfyrirbærisins La Nina frá árinu 2020 þar sem kuldi fylgir.

Síðustu átta ár eru þau heitustu á jörðinni til þessa, jafnvel þótt tekin séu með í reikninginn áhrif veðurfyrirbærisins La Nina frá árinu 2020 þar sem kuldi fylgir.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu loftslagsstofnunar ESB, Kópernikus.

Meðalhitastigið á síðasta ári, þar sem óvenju margar náttúruhamfarir urðu, var það fimmta heitasta síðan mælingar hófust á 19. öld.

Mikil hitabylgja gekk yfir Pakistan og norðurhluta Indlands um tveggja mánaða skeið síðasta vor. Hamfarirnar höfðu áhrif á um 33 milljónir manna með tilheyrandi tjóni.

Met voru sett í Frakklandi, Bretlandi, á Spáni og Ítalíu á síðasta ári hvað varðar meðalhitastig og árið í heild sinni var það næstheitasta í Evrópu síðan mælingar hófust. Mikil hitabylgja gekk yfir álfuna með tilheyrandi þurrkum.

Á Grænlandi var hitastigið í september átta stigum hærra en meðaltalið, sem hafði í för með sér hraðari bráðnun íss, en hún á stóran þátt í hækkun sjávarmáls.

„2022 var enn eitt árið með öfgum í veðurfari í Evrópu og víðar um heiminn,“ sagði Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri hjá Kópenikus, í yfirlýsingu.

„Þessir atburðir sýna að við erum nú þegar að verða vitni að skelfilegum afleiðingum hlýnandi jarðar.“

mbl.is