Geggjaður grænmetisréttur að hætti Lindu Ben

Uppskriftir | 11. janúar 2023

Geggjaður grænmetisréttur að hætti Lindu Ben

Hér er á ferðinni grænmetisréttur sem bragðast dásamlega. Við erum að tala um sætkartöflur og mangó - með bragðmikilli sósu sem fer dásamlega með kroppinn. Uppskriftin kemur úr smiðju Lindu Ben.

Geggjaður grænmetisréttur að hætti Lindu Ben

Uppskriftir | 11. janúar 2023

Ljósmynd/Linda Ben

Hér er á ferðinni grænmetisréttur sem bragðast dásamlega. Við erum að tala um sætkartöflur og mangó - með bragðmikilli sósu sem fer dásamlega með kroppinn. Uppskriftin kemur úr smiðju Lindu Ben.

Hér er á ferðinni grænmetisréttur sem bragðast dásamlega. Við erum að tala um sætkartöflur og mangó - með bragðmikilli sósu sem fer dásamlega með kroppinn. Uppskriftin kemur úr smiðju Lindu Ben.

Grænmetisréttur með kryddaðri vegan skyrsósu

Krydduð vegan skyrsósa

  • 1 dós kókos og lime skyr
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 1/4 tsk turmerik
  • 1/2 msk sriracha sósa

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin í skál og blandið öllu saman.

Sætkartöflu og mangó grænmetisréttur

  • 1 sæt kartafla
  • 1 msk ólífu olía
  • Sjávarsalt
  • 1 dós svartar baunir
  • Pipar
  • 1/4 tsk cumin krydd
  • 1/4 tsk paprikukrydd
  • kóríander
  • mangó

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Skerið sætar kartöflur niður í bita. Raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu og dreifið olífuolíu og sjávarsalti yfir. Bakið í 15 mín.
  3. færið sætukartöflurnar til á plötunni þannig að það myndist pláss á plötunni.
  4. Skolið svörtu baunirnar vel í sigti og setjið þær svo á ofnplötuna. Bætið smá olíu á baunirnar, kryddið með pipar, cumin og papriku, setjið örlítið meira salt og veltið þeim. Bakið áfram í u.þ.b. 10 mín eða þar til sætu kartöflurnar eru bakaðar í gegn.
  5. Setjið sætu kartöflurnar og baunirnar í frekar stóra skál, skerið mangóið í bita og saxið kóríanderið, blandið öllu saman í skálinni.
  6. Bætið helmingnum af sósunni yfir og blandið saman.
  7. Berið fram með restinni af sósunni.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is