Það ætlaði bókstaflega allt um koll að keyra í desember þegar fyrsta sendingin af íþróttadrykknum PRIME kom til landsins. Drykkurinn fór í sölu í völdum verslunum Krónunnar og N1 og seldist upp á augabragði.
Það ætlaði bókstaflega allt um koll að keyra í desember þegar fyrsta sendingin af íþróttadrykknum PRIME kom til landsins. Drykkurinn fór í sölu í völdum verslunum Krónunnar og N1 og seldist upp á augabragði.
Það ætlaði bókstaflega allt um koll að keyra í desember þegar fyrsta sendingin af íþróttadrykknum PRIME kom til landsins. Drykkurinn fór í sölu í völdum verslunum Krónunnar og N1 og seldist upp á augabragði.
Síðan þá hafa aðdáendur drykkjarins beðið með öndina í hálsinum en nú hefur verið tilkynnt að ný sending fer í sölu á morgun í Krónunni og á eftirtöldum N1 sölustöðum:
Það eru YouTube-stjörnurnar og áhugahnefaleikakapparinir Paul Logan og KSI sem eiga heiðurinn að drykknum sem nýtur gríðarlegra vinsælda um heim allan.
Forstöðukona markaðsmála hjá N1, Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, segir að viðtökurnar í desember hafi verið frábærar og það sé mikil tilhlökkun að geta boðið landsbyggðinni líka upp á drykkinn.
Síðast þegar drykkurinn kom til landsins þurfti að takmarka fjölda keyptra flaskna í tvær á mann og verður sami háttur hafður á núna. Ljóst er að þeir sem ætla að verða sér út um drykkinn góða þurfa að hafa sig alla við því drykkurinn fer formlega í sölu klukkan 9 í fyrramálið.