Rannsóknir gefa til kynna að tengsl séu á milli neyslu sykraðra drykkja og hárloss. Er þá átt við alla sykraða drykki eins og gos, orkudrykki, íþróttadrykki, sætt te svo fátt eitt sé nefnt.
Rannsóknir gefa til kynna að tengsl séu á milli neyslu sykraðra drykkja og hárloss. Er þá átt við alla sykraða drykki eins og gos, orkudrykki, íþróttadrykki, sætt te svo fátt eitt sé nefnt.
Rannsóknir gefa til kynna að tengsl séu á milli neyslu sykraðra drykkja og hárloss. Er þá átt við alla sykraða drykki eins og gos, orkudrykki, íþróttadrykki, sætt te svo fátt eitt sé nefnt.
Háskólinn í Peking rannsakaði drykkjuvenjur þúsund karla sem drukku á bilinu einn til þrjá lítra af sykruðum drykkjum á viku. Þeir sem drukku að meðaltali meira en einn sykraðan drykk á dag voru 42% líklegri til þess að upplifa hármissi en hinir sem drukku enga slíka drykki. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Nutrients.
„Við mælum með því að aukinn stuðningur verði veittur til þess að draga úr sykurneyslu ungs fólks með það fyrir augum að draga úr neikvæðum áhrifum þess á heilsuna.“
Almennt benda rannsóknir til þess að heilbrigði hárs ráðist af næringu. Umrædd rannsókn komst líka að því að fólk sem borðar unninn mat og lítið af grænmeti og heilkornafæði er líklegra til þess að upplifa hárlos. Kvíði og streita eru einnig stór þáttur í hárlosi.
Sharon Wong læknir tekur undir þetta.
„Frumur hársekkja skipta sér ört og líkaminn þarf mikla og góða næringu til þess að halda uppi starfseminni. En ef líkaminn upplifir skort þá beinir hann ekki næringunni þangað heldur til mikilvægari líffæra. Hárið er því fyrst til þess að fara.“
„Það þarf því að gæta þess að borða próteinríka fæðu, kolvetni og fitu, vítamín og steinefni. Það er engin ein fæða sem virkar fyrir hár.“
„Við sjáum þetta þegar fólk fer á megrunarkúra. Þá er næringarskortur algengur og hárið þynnist,“ segir Wong.