Sykraðir drykkir tengdir við hárlos

Hárið | 15. janúar 2023

Sykraðir drykkir tengdir við hárlos

Rannsóknir gefa til kynna að tengsl séu á milli neyslu sykraðra drykkja og hárloss. Er þá átt við alla sykraða drykki eins og gos, orkudrykki, íþróttadrykki, sætt te svo fátt eitt sé nefnt.

Sykraðir drykkir tengdir við hárlos

Hárið | 15. janúar 2023

Hárlos tengist næringarskorti og neyslu á sykruðum drykkjum.
Hárlos tengist næringarskorti og neyslu á sykruðum drykkjum. mbl.is/Thinkstockphotos

Rannsóknir gefa til kynna að tengsl séu á milli neyslu sykraðra drykkja og hárloss. Er þá átt við alla sykraða drykki eins og gos, orkudrykki, íþróttadrykki, sætt te svo fátt eitt sé nefnt.

Rannsóknir gefa til kynna að tengsl séu á milli neyslu sykraðra drykkja og hárloss. Er þá átt við alla sykraða drykki eins og gos, orkudrykki, íþróttadrykki, sætt te svo fátt eitt sé nefnt.

Háskólinn í Peking rannsakaði drykkjuvenjur þúsund karla sem drukku á bilinu einn til þrjá lítra af sykruðum drykkjum á viku. Þeir sem drukku að meðaltali meira en einn sykraðan drykk á dag voru 42% líklegri til þess að upplifa hármissi en hinir sem drukku enga slíka drykki. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Nutrients.

„Við mælum með því að aukinn stuðningur verði veittur til þess að draga úr sykurneyslu ungs fólks með það fyrir augum að draga úr neikvæðum áhrifum þess á heilsuna.“

mbl.is