Flugfélagið Play hefur ákveðið að framlengja áætlun sína til Las Palmas fram í júní. Hingað til hefur áætlun Play til Las Palmas aðeins náð yfir fjóra mánuði, eða frá desember og fram til mars, en vegna mikillar eftirspurnar hefur verið tekin ákvörðun um að lengja áætlunina um þrjá mánuði, eða fram í júní.
Flugfélagið Play hefur ákveðið að framlengja áætlun sína til Las Palmas fram í júní. Hingað til hefur áætlun Play til Las Palmas aðeins náð yfir fjóra mánuði, eða frá desember og fram til mars, en vegna mikillar eftirspurnar hefur verið tekin ákvörðun um að lengja áætlunina um þrjá mánuði, eða fram í júní.
Flugfélagið Play hefur ákveðið að framlengja áætlun sína til Las Palmas fram í júní. Hingað til hefur áætlun Play til Las Palmas aðeins náð yfir fjóra mánuði, eða frá desember og fram til mars, en vegna mikillar eftirspurnar hefur verið tekin ákvörðun um að lengja áætlunina um þrjá mánuði, eða fram í júní.
Sólarlandaáfangastaðir Play hafa notið mikilla vinsælda en Play flýgur til níu áfangastaða á Spáni og Portúgal sem sólarþyrstir Íslendingar hafa tekið vel í.
Á Spáni flýgur flugfélagið til Alicante, Barcelona, Madrid og Málaga ásamt því að bjóða upp á ferðir til Mallorca, Tenerife og Las Palmas.
Í Portúgal verður flogið til Porto og Lissabon í ár. Flugfélagið flaug einnig til Lissabon í fyrra en áfangastaðurinn var einn sá allra vinsælasti í leiðakerfi Play.
„Þetta er það sem við viljum gera. Koma Íslendingum í sólina á ódýrari hátt og þeir hafa svo sannarlega gripið tækifærið. Markaðshlutdeild farþega á leið til útlanda frá Íslandi hefur verið um 25% frá janúar 2022 samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Við finnum fyrir þessum mikla meðbyr og þess vegna erum við að framlengja áætlun okkar til Las Palmas, Íslendingum til hagsbóta,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningu.
Play vann nýverið Íslensku ánægjuvogina á flugmarkaði en það er niðurstaða könnunar á vegum Prósent og Stjórnvísi sem lögð var fyrir viðskiptavini sem voru ánægðastir með þjónustu Play af flugfélögum á Íslandi.