Stjörnur með Covid skömmu eftir Golden Globe

Kórónuveiran Covid-19 | 18. janúar 2023

Stjörnur með Covid skömmu eftir Golden Globe

Hópur kvikmyndastjarna hefur greinst með kórónuveiruna eftir að hafa mætt á Golden Globe-verðlaunahátíðina sem var haldin á dögunum.

Stjörnur með Covid skömmu eftir Golden Globe

Kórónuveiran Covid-19 | 18. janúar 2023

Colin Farrell (til vinstri) var viðstaddur Golden Globe-hátíðina en gat …
Colin Farrell (til vinstri) var viðstaddur Golden Globe-hátíðina en gat ekki mætt á Critics Choice-hátíðina um síðustu helgi vegna Covid-19. AFP/Frederic J. Brown

Hópur kvikmyndastjarna hefur greinst með kórónuveiruna eftir að hafa mætt á Golden Globe-verðlaunahátíðina sem var haldin á dögunum.

Hópur kvikmyndastjarna hefur greinst með kórónuveiruna eftir að hafa mætt á Golden Globe-verðlaunahátíðina sem var haldin á dögunum.

Á meðal þeirra eru Michelle Pfeiffer, Jamie Lee Curtis, Colin Farrrell og Brendan Gleeson, að sögn BBC.

Gestir annarrar verðlaunahátíðar, Critics Choice Awards sem var haldin á sunnudaginn, þurftu að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf áður en þeir fengu að vera viðstaddir. Einhverjar stjörnur þurftu fyrir vikið að hætta við að mæta.

„Ég er virkilega svekkt yfir því að missa af Critics Choice-verðlaununum í dag,“ skrifaði Pfeiffer á Instagram. „Jú rétt, Covid.“

Pfeiffer átti að veita leikaranum Jeff Bridges heiðursverðlaun fyrir framlag hans til leiklistarinnar. Í staðinn afhenti John Goodman honum verðlaunin.

Curtis tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. „Því miður er þessi aðalklappstýra ekki á leiðinni á neinar hátíðir til að klappa fyrir vinum og samstarfsmönnum,“ sagði hún.

mbl.is