„Ég er bara hornamaður“

Synir Íslands | 19. janúar 2023

„Ég er bara hornamaður“

„Ég er mjög sáttur með launin mín,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Ég er bara hornamaður“

Synir Íslands | 19. janúar 2023

„Ég er mjög sáttur með launin mín,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Ég er mjög sáttur með launin mín,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sigvaldi, sem er 28 ára gamall, er samningsbundinn norska úrvalsdeildarfélaginu Kolstad en hann gekk til liðs við félagið frá pólska stórliðinu Kielce síðasta sumar. 

„Það kostar peninga að búa til stórlið í handboltanum,“ sagði Sigvaldi.

„Ég held að ég verði ekki ríkur maður þegar ferlinum lýkur. Ég er bara hornamaður,“ bætti Sigvaldi við í léttum tón.

Sigvaldi Björn er í aðalhlutverki í þriðja þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Sigvaldi Björn Guðjónsson fagnar marki á HM.
Sigvaldi Björn Guðjónsson fagnar marki á HM. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is