Nýtt trend í hönnun ryður sér rúms

Eldhús | 20. janúar 2023

Nýtt trend í hönnun ryður sér rúms

Litir í innanhússhönnun eru ekki nýjar fréttir, og í raun eru litir orðnir svo samþættir heimilinu að fátt kemur okkur lengur á óvart. 

Nýtt trend í hönnun ryður sér rúms

Eldhús | 20. janúar 2023

Tvílitt og flott frá Jore Copenhagen.
Tvílitt og flott frá Jore Copenhagen. mbl.is/Jore Copenhagen

Litir í innanhússhönnun eru ekki nýjar fréttir, og í raun eru litir orðnir svo samþættir heimilinu að fátt kemur okkur lengur á óvart. 

Litir í innanhússhönnun eru ekki nýjar fréttir, og í raun eru litir orðnir svo samþættir heimilinu að fátt kemur okkur lengur á óvart. 

Nýtt litatrend hefur þó vakið áhuga okkar, þar sem lituð borðstofuborð sjást víðar frá framleiðendum. Það eru því ekki bara veggir, loft og eldhúsinnréttingar sem fá nýja yfirhalningu, því borð hafa bæst í hópin. 

Borðstofuborð eru stærsta húsgagnið á heimilinu og eitt slíkt í lit mun að sjálfsögðu bæta miklu við í því rými sem það er. Borð eru nú fáanleg í ýmsum björtum litum, en það sem einnig vekur athygli eru borðplötur í einum lit og borðfætur í öðrum. Besti parturinn við þetta trend, er að það má alltaf draga fram pensilinn og prófa sig áfram sértu með borð sem komið er til ára sinna. 

Fallegt borð frá HAY.
Fallegt borð frá HAY. mbl.is/HAY
Hringlaga borð frá Tablelab.
Hringlaga borð frá Tablelab. mbl.is/Tablelab
Hér má sjá borðplötu í gulu með öðrum lit á …
Hér má sjá borðplötu í gulu með öðrum lit á fótum. mbl.is/Pinterest_livingetc.com
mbl.is/Nordal
Bleikt og bjútífúl langborð frá HK Living.
Bleikt og bjútífúl langborð frá HK Living. mbl.is/HK Living
mbl.is