Köldustu sex vikurnar frá árinu 1918

Frost á Fróni | 21. janúar 2023

Köldustu sex vikurnar frá árinu 1918

Viðvarandi kuldatíð á landinu síðustu sex vikur, eða frá 7. desember til 19. janúar, er óvenjuleg.

Köldustu sex vikurnar frá árinu 1918

Frost á Fróni | 21. janúar 2023

Frost í Heiðmörk í nýliðinni kuldatíð.
Frost í Heiðmörk í nýliðinni kuldatíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvarandi kuldatíð á landinu síðustu sex vikur, eða frá 7. desember til 19. janúar, er óvenjuleg.

Viðvarandi kuldatíð á landinu síðustu sex vikur, eða frá 7. desember til 19. janúar, er óvenjuleg.

Raunar er um að ræða kaldasta sex vikna tímabil í Reykjavík frá 1918, það er þegar Frostaveturinn mikli læsti greipum sínum um landið.

Um þetta er fjallað á vef Veðurstofu Íslands, þar sem tekið er fram að mjög kalt hafi verið á landinu öllu en að tiltölu verið kaldast inn til landsins.

Mikið kaldara árið 1918

„Kuldatíðin er sérstaklega óvenjuleg á suðvesturhorninu. Ekki hefur verið kaldara í Reykjavík í desember í rúmlega 100 ár, en í desember 1916 var meðalhiti svipaður og í nýliðnum mánuði,“ segir þar.

„Janúar hingað til hefur líka verið kaldur, og er byrjun janúar 2023 sú kaldasta frá því 1979. Síðustu 6 vikur eru þær köldustu í Reykjavík síðan 1918, en þá var mikið kaldara á tímabilinu en nú.“

Alhvítir dagar í Reykjavík þykja sömuleiðis óvenju margir og samfellt hvítt tímabil langt, en það er nú komið í 34 daga og hefur einungis fimm sinnum verið lengra.

mbl.is