Fagurkerarnir slást um Armani-eldhús

Eldhús | 22. janúar 2023

Fagurkerarnir slást um Armani-eldhús

Sum eldhús eru hönnuð eins og fallegur galakjóll, og það á sannarlega við í þessu tilfelli, er við sjáum glæsilegt eldhús frá tískurisanum Armani.

Fagurkerarnir slást um Armani-eldhús

Eldhús | 22. janúar 2023

Einstakt eldhús frá tískurisanum Giorgio Armani.
Einstakt eldhús frá tískurisanum Giorgio Armani. mbl.is/Giorgio Armani

Sum eldhús eru hönnuð eins og fallegur galakjóll, og það á sannarlega við í þessu tilfelli, er við sjáum glæsilegt eldhús frá tískurisanum Armani.

Sum eldhús eru hönnuð eins og fallegur galakjóll, og það á sannarlega við í þessu tilfelli, er við sjáum glæsilegt eldhús frá tískurisanum Armani.

Samstarf milli Armani/Casa og Molteni&C hefur gefið okkur nýja eldhúshönnun undir merkinu Armani/Dada – sérsniðið eftir þínum þörfum og óskum, ef vill.

Hugmyndin fæddist í heimsfaraldrinum, og þeim nýju leiðum sem við tileinkuðum okkur þá – hvernig við notum eldhúsið ekki bara undir matargerð heldur líka sem aðstöðu fyrir vinnu og skóla, eins fyrir samverustundir. Í raun var það breytingin á hinu daglega lífi sem veitti innblástur í að endurhugsa eldhúsið.

Eyjan í eldhúsinu er með fallegar viðaræðar en skápar og skúffur prýða framhliðar úr basti, efniviður sem við höfum ekki séð áður í þessum tilgangi í eldhúsum. Húsgögnin í eldhúsinu eru með glæstara móti og henta jafnvel inn í stofu sem og út á pallinn ef því er að skipta. Það er hér sem að þægindi, virkni og tímalaus glæsileiki lifa saman í fullkomnu samræmi - eins og við sjáum á meðfylgjandi myndum.

mbl.is/Armani Casa
mbl.is/Armani Casa
mbl.is/Armani Casa
mbl.is