Vindhviða upp á 70 hnúta, eða 36 metra á sekúndu, mældist á tólfta tímanum í dag á Keflavíkurflugvelli.
Vindhviða upp á 70 hnúta, eða 36 metra á sekúndu, mældist á tólfta tímanum í dag á Keflavíkurflugvelli.
Vindhviða upp á 70 hnúta, eða 36 metra á sekúndu, mældist á tólfta tímanum í dag á Keflavíkurflugvelli.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hægt er að sjá vindmælingar í hnútum á öllum fjórum brautarendum Keflavíkurflugvallar á síðu Isava og hefur Einar fylgst þar með.
Þar segir að tveggja mínútna meðalvindur í 260 gráðum hafi mælst 56 hnútar eða 28,8 metrar á sekúndu á tólfta tímanum í dag. Þá mældist einnig 70 hnúta vindhviða en þess má geta að 12 vindstig eru 67,6 hnútar og er það talið fárviðri.