Íþyngjandi að sanna heilbrigði

Öryggi sjófarenda | 23. janúar 2023

Íþyngjandi að sanna heilbrigði

Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða breytingu á reglugerð um störf sjómanna, þess efnis að fólk sem munstrast í áhöfn upp á aflahlut á fiskiskipum þurfi að skila inn læknisvottorði um heilsufar sitt.

Íþyngjandi að sanna heilbrigði

Öryggi sjófarenda | 23. janúar 2023

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða breytingu á reglugerð um störf sjómanna, þess efnis að fólk sem munstrast í áhöfn upp á aflahlut á fiskiskipum þurfi að skila inn læknisvottorði um heilsufar sitt.

Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða breytingu á reglugerð um störf sjómanna, þess efnis að fólk sem munstrast í áhöfn upp á aflahlut á fiskiskipum þurfi að skila inn læknisvottorði um heilsufar sitt.

Mál þetta, sem innviðaráðuneytið stendur að, hefur að undanförnu verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og í gær höfðu sextán umsagnir borist um málið.

Til þessa hafa verið sett skilyrði og heilbrigðiskröfur til skipstjórnarmanna og vélstjóra á skipum, það er réttindamanna sem svo eru kallaðir. Nú er ætlunin að reglurnar nái til allra, svo sem háseta, í áhöfnum til dæmis fiskiskipa. Þar eiga í hlut svonefndir fiskarar en svo skulu þeir kallaðir samkvæmt nýlegri orðalagsbreytingu til kynhlutleysis, sem finna má í nýjum lögum um áhafnir skipa sem tóku gildi nú um áramótin.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is