Náðu ekki saman um sölu Iceland Seafood í Bretlandi

Iceland Seafood | 23. janúar 2023

Náðu ekki saman um sölu Iceland Seafood í Bretlandi

Sá sem tilkynnt var um að hefði áhuga á að festa kaup á rekstri Iceland Seafood í Bretlandi mun ekki verða nýr eigandi dótturfélagsins Iceland Seafood UK. Tilkynning þess efnis var gefin út af Iceland Seafood á vef félagsins á föstudag eftir lokun markaða.

Náðu ekki saman um sölu Iceland Seafood í Bretlandi

Iceland Seafood | 23. janúar 2023

Fiskvinnslustöð Iceland Seafood UK í Grimsby. Ekki hefur tekist að …
Fiskvinnslustöð Iceland Seafood UK í Grimsby. Ekki hefur tekist að selja reksturinn. Ljósmynd/Iceland Seafood

Sá sem tilkynnt var um að hefði áhuga á að festa kaup á rekstri Iceland Seafood í Bretlandi mun ekki verða nýr eigandi dótturfélagsins Iceland Seafood UK. Tilkynning þess efnis var gefin út af Iceland Seafood á vef félagsins á föstudag eftir lokun markaða.

Sá sem tilkynnt var um að hefði áhuga á að festa kaup á rekstri Iceland Seafood í Bretlandi mun ekki verða nýr eigandi dótturfélagsins Iceland Seafood UK. Tilkynning þess efnis var gefin út af Iceland Seafood á vef félagsins á föstudag eftir lokun markaða.

Um er að ræða annan aðila í röð sem hættir við áform um kaup á rekstrinum.

„Stjórn og stjórnendur Iceland Seafood munu nú meta möguleika sína og munu hafa samskipti um næstu skref í ferlinu þegar við á,“ segir í tilkynningunni frá því á föstudag.

Félagið tilkynnti í lok nóvember síðastliðnum að rekstrinum í Bretlandi yrði hætt vegna viðvarandi rekstrarerfiðleika. Í kjölfarið, 5. desember, var tilkynnt að fundist hefði mögulegur kaupandi sem hafi undirritað viljayfirlýsingu. Sá féll hins vegar frá áformunum 12. desember.

Þann 30. desember var sagt frá því að undirrituð hefði verið ný viljayfirlýsing ásamt nýjum hugsanlegum kaupanda að Iceland Seafood UK, en sem fyrr segir hefur sá nú fallið frá þeim áformum. Ekki er ljóst hvað taki við, en takist ekki að finna kaupanda er spurning hvort breska dótturfélagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

mbl.is