Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra á breytingum á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna þar sem kveðið er á um heimild lögregluþjóna til að beita rafbyssum.
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir upplýsingum og skýringum frá dómsmálaráðherra á breytingum á reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna þar sem kveðið er á um heimild lögregluþjóna til að beita rafbyssum.
Bréf umboðsmanns var sent á ráðherra í gær. Þar er meðal annars bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni.
Vill vita hvort málið hafi verið rætt í ríkisstjórn
Ráðherra er beðinn um eftirfarandi upplýsingar og skýringar eigi síðar en 6. febrúar nk.:
- Þess er óskað að ráðherra upplýsi hvenær hann hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum á þá leið að lögreglu sé heimiluð notkun svonefndra rafvarnarvopna.
- Þess er óskað að ráðherra upplýsi annars vegar hvenær umræddar reglur voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum og hins vegar hvort þær hafi verið sendar og/eða kynntar ríkislögreglustjóra sérstaklega. Þá er einnig óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum.
- Þess er óskað að ráðherra upplýsi hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar.
- Þess er óskað að ráðherra upplýsi og skýri hvort og þá á grundvelli hvaða mats fullnægt hafi verið fyrrgreindum áskilnaði 2. töluliðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 115/2011 og 17. gr. stjórnarskrárinnar viðvíkjandi uppburði mála í ríkisstjórn og þá m.a. með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar.
- Að lokum er þess óskað að umboðsmanni verði afhent afrit þeirra gagna sem varpað geta ljósi á málefnið, þ.m.t. undirritað eintak umræddra breytingareglna og staðfestingu á sendingu þeirra til birtingar í Stjórnartíðindum.