Rafbyssur verði staðalbúnaður

Vopnaburður lögreglunnar | 24. janúar 2023

Rafbyssur verði staðalbúnaður

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lítur svo á að rafbyssur verði staðalbúnaður fyrir þá lögregluþjóna sem hlotið hafa viðeigandi þjálfun. 

Rafbyssur verði staðalbúnaður

Vopnaburður lögreglunnar | 24. janúar 2023

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum í morgun.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sat fyrir svörum í morgun. mbl.is/Hákon

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lítur svo á að rafbyssur verði staðalbúnaður fyrir þá lögregluþjóna sem hlotið hafa viðeigandi þjálfun. 

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra lítur svo á að rafbyssur verði staðalbúnaður fyrir þá lögregluþjóna sem hlotið hafa viðeigandi þjálfun. 

Þetta kom fram á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi í morgun.

Runólfur Þórhallsson.
Runólfur Þórhallsson. mbl.is/Hákon

Þar var fjallað sérstaklega um breytingar á reglum um vopnaburð lögreglu og voru ásamt Jóni þau Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, Ragna Bjarnadóttir frá dómsmálaráðuneyti og Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, til svara. 

Heimild þegar til staðar í lögum

Jón var tvisvar spurður út í samráðsleysi við ákvarðanatöku um breytingarnar, sem heimila lögreglu að ganga almennt með rafbyssur. Jón vísaði til þess að athugun á hvort að rafbyssur gætu aukið öryggi lögreglunnar hefði hafist árið 2008.

Arndís Anna, þingmaður Pírata, óskaði eftir fundinum til að ræða …
Arndís Anna, þingmaður Pírata, óskaði eftir fundinum til að ræða rafbyssuburð lögreglu. mbl.is/Hákon

Þá hefði heimild verið til staðar í lögum um notkun rafvopna við sérstakar aðstæður frá því fyrir aldamót en ekki komið til notkunar. 

„Þingið er í raun, fyrir mörgum árum, búið að koma því þannig fyrir að þessi heimild er til staðar og það er verið að útvíkka hana núna í reglum. Þetta er ekki útgáfa á reglugerð heldur breyting á reglum sem um þetta fjalla,“ sagði Jón Gunnarsson.

Í ljós komi hvort hann prófi

Auk þess kvaðst Jón hafa verið opinskár um áform sín um að heimila notkun rafbyssa og að ekki hefði verið kallað sérstaklega eftir aðkomu þingsins fyrr en nú. 

Jón var einnig spurður hvort að hann hyggist láta skjóta sig sem rafvopni. „Það verður bara að koma í ljós,“ svaraði Jón og glotti. 

Allsherjar- og menntamálanefnd í morgun.
Allsherjar- og menntamálanefnd í morgun. mbl.is/Hákon

Runólfur Þórhallsson sagðist hafa prófað að láta skjóta sig með rafbyssu fyrir nokkrum árum. Hann sagði að á meðan rafastraumurinn fari í gegnum líkama manns sé sá hinn sami óvígur, en hann hafi verið fljótur að ná sér.

Annað gildi hins vegar þegar piparúða er beitt, sem kalli alla jafnan á aðhlynningu í kjölfarið.

mbl.is