Það má með sanni segja að Flatey Pizza byrji árið með hvelli. Núna í janúar kom staðurinn fram með sérbruggaðan bjór, þann fyrsta sinnar tegundar, og glænýtt samstarfspítsutvíeyki.
Það má með sanni segja að Flatey Pizza byrji árið með hvelli. Núna í janúar kom staðurinn fram með sérbruggaðan bjór, þann fyrsta sinnar tegundar, og glænýtt samstarfspítsutvíeyki.
Það má með sanni segja að Flatey Pizza byrji árið með hvelli. Núna í janúar kom staðurinn fram með sérbruggaðan bjór, þann fyrsta sinnar tegundar, og glænýtt samstarfspítsutvíeyki.
Pítsurnar, sem er í rauninni eru þrjár, eru samstarfsverkefni Flatey og Íslenskrar hollustu.
Bjórinn, sem ber nafnið Basil Fursti, er bruggaður í samvinnu við Og natura og er hannaður af hinni hæfileikaríku Eddu Karólínu. Basil Fursti er feikiferskur IPA, bruggaður upp úr stilkum af basilíku, sem annars hefðu farið í súginn, og með tón af sítrusávexti. Bjórinn er einungis fáanlegur á stöðum Flateyjar Pizzu og er í boði bæði í dós og á krana.
Pítsurnar eru bragðupplifun sem fer með viðskiptavini Flateyjar í ferðalag um fjöru og fjöll íslenskrar náttúru.
OgTartufo er grænmetispítsa sem sprengir bragðlaukana. Ný útfærsla af Tartufo með þangskeggi, sjávarþangi sem minnir á trufflusveppinn góða. Mozzarella, trufflu- og hvítlauksmarineraðar kartöflur, þangskegg og ricotta.
Aðalbláber & parma ætti eiginlega að vera eftirréttur. Sæt, sölt og fersk pítsa sem ætti ekki að valda einni einustu manneskju vonbrigðum. Mozzarella, camembert, aðalbláberjasulta, hráskinka.
Einnig verður boðið upp á reykt flatbrauð sem er flatbrauð með mozzarella, hvítlauk, rósmarín og reyktum sölvum.