Var ekki að fara láta uppþvottavél stoppa mig

Synir Íslands | 24. janúar 2023

Var ekki að fara láta uppþvottavél stoppa mig

„Það var ekki erfitt á þeim tíma,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Var ekki að fara láta uppþvottavél stoppa mig

Synir Íslands | 24. janúar 2023

„Það var ekki erfitt á þeim tíma,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

„Það var ekki erfitt á þeim tíma,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is.

Aron, sem er 32 ára gamall, hélt 19 ára gamall út í atvinnumennsku þegar hann samdi við þýska stórliðið Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfaði á þeim tíma.

„Þegar að ég horfi til baka hins vegar þá var þetta frekar erfitt enda ákveðið sjokk að flytja út svona ungur,“ sagði Aron.

„Mig hafði alltaf dreymt um að fara í atvinnumennsku og ég var ekki að fara að láta einhverja uppþvottavél stoppa það,“ sagði Aron meðal annars.

Aron er í aðalhlutverki í fimmta þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inn á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Aron Pálmarsson hélt út í atvinnumennsku 19 ára gamall.
Aron Pálmarsson hélt út í atvinnumennsku 19 ára gamall. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is