Veðurstofan hefur gefið út fleiri gular viðvaranir eftir að sú rann út sem gilti fyrir Austfirði í morgun vegna norðvestan hvassviðris.
Veðurstofan hefur gefið út fleiri gular viðvaranir eftir að sú rann út sem gilti fyrir Austfirði í morgun vegna norðvestan hvassviðris.
Veðurstofan hefur gefið út fleiri gular viðvaranir eftir að sú rann út sem gilti fyrir Austfirði í morgun vegna norðvestan hvassviðris.
Fyrst er varað við sunnan og síðan suðvestan stormi eða roki á Miðhálendinu, 18-28 m/s, þar sem búast megi við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s, og sandfoki. Því er spáð að varasamar eða hættulegar aðstæður skapist fyrir ferðamenn og útivistarfólk.
Gildir viðvörunin frá klukkan 3 í nótt og fram til kl. 2 aðfaranótt föstudags.
Klukkan 5 í fyrramálið taka tvær aðrar gular viðvaranir gildi, fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra.
Er þar spáð sunnan og síðan suðvestan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s.
Búast megi við mjög snörpum vindhviðum við fjöll og á heiðum, staðbundið yfir 30 m/s, sem geti verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Gilda viðvaranirnar til klukkan 18 á Ströndum og Norðurlandi vestra og til klukkan 20 annað kvöld á Vestfjörðum.
Loks er varað við hvassviðri eða stormi á Norðurlandi eystra, 15-25 m/s, en hvassast verður vestast í landshlutanum eins og gefur að skilja.
Þar mega vegfarendur einnig búast við álíka snörpum vindhviðum og áður var getið, eða yfir 30 m/s.
Gildir viðvörunin fyrir landshlutann frá klukkan 7 árdegis og fram til klukkan 2 aðfaranótt föstudags.