Ómar Ingi: Bar of mikla virðingu fyrir þeim

Synir Íslands | 25. janúar 2023

Ómar Ingi: Bar of mikla virðingu fyrir þeim

„Ég held að ég hafi gert þetta stærra en það var, fyrstu árin mín í landsliðinu,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Ómar Ingi: Bar of mikla virðingu fyrir þeim

Synir Íslands | 25. janúar 2023

„Ég held að ég hafi gert þetta stærra en það var, fyrstu árin mín í landsliðinu,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Ég held að ég hafi gert þetta stærra en það var, fyrstu árin mín í landsliðinu,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Ómar Ingi, sem er 25 ára gamall, er á meðal bestu handboltamanna heims nú en hann á að baki 72 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 240 mörk.

„Loksins var maður kominn í landsliðið og mann var búinn að dreyma lengi um þetta,“ sagði Ómar Ingi.

„Maður var að spila á móti gæjum sem maður var búinn að fylgjast lengi með og ég held að ég hafi borið of mikla virðingu fyrir þeim,“ sagði Ómar Ingi meðal annars.

Ómar Ingi er í aðalhlutverki í öðrum þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir ofan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon fylgjast með landsleik Íslands …
Aron Pálmarsson og Ómar Ingi Magnússon fylgjast með landsleik Íslands og Brasilíu á HM. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is