Sex dómar sem felldir voru í Landsrétti árið 2018 verða teknir upp að nýju, að því er endurupptökudómur staðfesti á mánudag.
Sex dómar sem felldir voru í Landsrétti árið 2018 verða teknir upp að nýju, að því er endurupptökudómur staðfesti á mánudag.
Sex dómar sem felldir voru í Landsrétti árið 2018 verða teknir upp að nýju, að því er endurupptökudómur staðfesti á mánudag.
Dómarar sem höfðu verið skipaðir þvert á mat hæfnisnefndar dæmdu í málunum en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að því að þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríður Andersen, hafi brotið gegn rannsóknarreglu við skipun dómara við Landsrétt.
Skattsvikamál er á meðal þeirra mála sem verða endurupptekin en þar var Friðjón Björgvin Gunnarsson, fyrrverandi eigandi buy.is og bestbuy.is sakfelldur fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og bókhaldsbrot í starfsemi tveggja einkahlutafélaga, auk peningaþvættis.
Var hann dæmdur til 18 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar auk sektargreiðslu að fjárhæð 258 milljónir króna.
Önnur mál sem um ræðir eru fíkniefnamál, kynferðisbrotamál og ofbeldismál.
Mál þar sem sakborningar voru sýknaðir, á þeim tíma sem dómararnir sátu í Landsrétti, verða ekki endurupptekin samkvæmt lögum um meðferð sakamála.