Að beiðni Fiskistofu hefur Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, samþykkt styrk til að gera kerfisbundið mat á brottkasti á Íslandsmiðum, segir í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu þar sem áréttað er að hlutverk Fiskistofu sé meðal annars að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar.
Að beiðni Fiskistofu hefur Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, samþykkt styrk til að gera kerfisbundið mat á brottkasti á Íslandsmiðum, segir í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu þar sem áréttað er að hlutverk Fiskistofu sé meðal annars að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar.
Að beiðni Fiskistofu hefur Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, samþykkt styrk til að gera kerfisbundið mat á brottkasti á Íslandsmiðum, segir í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu þar sem áréttað er að hlutverk Fiskistofu sé meðal annars að gæta að ábyrgri nýtingu sjávarauðlindarinnar.
„Það er mikilvægt að eftirlit með íslenskum sjávarútvegi verði leiðandi á heimsvísu og að áfram verði litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar umgengni um auðlindina,“ er haft eftir Svandísi í tilkynningunni.
Þá segir að „helstu markmið verkefnisins eru að áætla raunverulegt brottkast á Íslandsmiðum. Einnig að þróa aðferðafræði til að meta umfang brottkasts á íslenskum fiskimiðum og safna upplýsingum um umfang eftir veiðarfærum, svæðum og tegundum og meta áhrif brottkasts á stofnstærðir. Jafnframt er leitast við að öðlast skýrari sýn á umgengni við auðlindina og nýta þekkinguna til að fræða og draga úr brottkasti.“
Ávinningurinn er sagður vera uppfærðar tölur um umfang brottkasts, réttari tölur varðandi brottkast inn í líkön um stofnstærð nytjastofna, bætt upplýsingagjöf um umgengni við auðlindina ásamt bættri meðvitund hagaðila um umgengni um auðlindina og þar með bættri hegðun og umgengni.
Verkefnið samræmist nýútkomnum bráðabirgðatillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar þar sem lögð er áhersla á að allur veiddur afli komi í land og að setja þurfi hvata til að tryggja að svo verði.
Vakin er athygli á að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), hafi gagnrýnt að takmörkuð gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent á Íslandsmiðum. „Stofnunin áætlar að brottkast hafi verið 10,8% af alheimsafla árin 2010 til 2014. Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa átt í samstarfi um sýnatökur vegna stærðartengds brottkasts síðan árið 2001 og benda niðurstöður til að brottkast sé um 3-5%.“
Jafnframt er vakin athygli á að úttekt Ríkisendurskoðunar árið 2018 á starfsemi Fiskistofu hafi leitt í ljós að eftirliti stofnunarinnar með brottkasti væri veikburða og ómarkvisst og raunverulegur árangur þess óljós þar sem hvorki liggi fyrir skýr árangursmarkmið eða árangursmælikvarðar.
Einnig benti Ríkisendurskoðun á að Hafrannsóknastofnun hafi ekki rannsakað tegundaháð brottkast í rúman áratug og að auki hafi gagnasöfnun um lengdarháð brottkast dregist saman undanfarin ár. Einnig hefur eftirlit með brottkasti verið takmarkað og því erfitt að meta umfang þess.
„Fiskistofa brást við gagnrýni FAO og Ríkisendurskoðunar og hóf eftirlit með drónum árið 2021. Við það fjölgaði brottkastsmálum ört eða úr u.þ.b. 10 málum á ári í 142 mál fyrir lok nóvember 2021.“