Franska tískuhúsið Chanel sýndi nýja hátískulínu sína á tískuvikunni í París á dögunum. Á meðan sum tískuhús voru með stæla og skreyttu ofurstjörnur í ljónabúninga eða rauða málningu var einfaldleikinn og klassík í aðalhlutverki hjá Chanel.
Franska tískuhúsið Chanel sýndi nýja hátískulínu sína á tískuvikunni í París á dögunum. Á meðan sum tískuhús voru með stæla og skreyttu ofurstjörnur í ljónabúninga eða rauða málningu var einfaldleikinn og klassík í aðalhlutverki hjá Chanel.
Franska tískuhúsið Chanel sýndi nýja hátískulínu sína á tískuvikunni í París á dögunum. Á meðan sum tískuhús voru með stæla og skreyttu ofurstjörnur í ljónabúninga eða rauða málningu var einfaldleikinn og klassík í aðalhlutverki hjá Chanel.
Virginie Viard er listrænn stjórnandi Chanel en hún tók við starfinu af Karl Lagerfeld fyrir um fjórum árum. Falleg snið og góð efni voru að sjálfsögðu á tískupallinum. Hvítt var eins mjög áberandi og var einna helst eins og sumar fyrirsæturnar væru fljúgandi um í himnaríki.
Þrátt fyrir að stórir bangsar væru ekki á kjólum líkt og hjá tískuhúsinu Schiaparelli þá voru dýrin mjög áberandi á sýningunni. Risastórir skúlptúrar eftir listamanninn Xavier Veilhan prýddu tískuhöllina. Var dýraþemað innblásið af íbúð Coco Chanel þar sem dýr voru áberandi. Smartland birti innlit í íbúð Chanel fyrir nokkrum misserum en hún er að sjálfsögðu guðdómleg.