Krapaflóð féll vestan við fjárhús í Mýrdal í Fagradal í morgun eða í nótt sem skemmdi þar bæði girðingar og tún.
Krapaflóð féll vestan við fjárhús í Mýrdal í Fagradal í morgun eða í nótt sem skemmdi þar bæði girðingar og tún.
Krapaflóð féll vestan við fjárhús í Mýrdal í Fagradal í morgun eða í nótt sem skemmdi þar bæði girðingar og tún.
Þegar Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal og fréttaritari mbl.is, kom að fjárhúsunum í morgun blasti við honum afleiðingar krapaflóðsins.
„Þetta er óvenju mikið núna en það hafa áður komið þarna spýjur,“ segir Jónas og segir bæði krapa- og snjóflóð hafa orðið á sömu slóðum.
Spurður hvort að krapaflóðið hefði getað farið á fjárhúsið segir Jónas ekki miklar líkur hafi verið á því vegna aðstæðna.
„En maður veit aldrei,“ segir Jónas.