Öllum flugferðum Icelandair var aflýst í dag og flestum öðrum ferðum frestað, sumum um um heilu og hálfu sólarhringana.
Öllum flugferðum Icelandair var aflýst í dag og flestum öðrum ferðum frestað, sumum um um heilu og hálfu sólarhringana.
Öllum flugferðum Icelandair var aflýst í dag og flestum öðrum ferðum frestað, sumum um um heilu og hálfu sólarhringana.
Fáir voru á ferli í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þegar mbl.is kíkti við en þeir sem í biðsalnum sátu höfðu mörg hver beðið í fleiri klukkustundir vegna tafa á flugi. Þá var fyrirséð að fá, ef einhver flugi, færu í loftið fyrr en seinni partinn.
Jillian og Carol voru þó í ágætis skapi þegar þær ræddu við mbl.is. Þær höfðu lagt af stað út úr húsi um klukkan hálf fimm í morgun og ekki fengið tilkynningu um frestun á morgunflugi sínu til Manchester fyrr en þær voru komnar á flugvöllinn.
Þær sögðu þó starfsfólk vera vingjarnlegt en bekkina á Leifsstöð mega vera þægilegri.